Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, september 25, 2006

Brúðkaup, skírn og sprungið dekk

Mamma vakti mig í morgun korter fyrir 7 til þess að láta mig vita það að ég þyfti sennilega að skipta um dekk þar sem það var loftlaust. Fyrstu viðbrögð voru náttúrulega þau að ég kunni nú ekki að skipta um dekk, vissi ekki hvort að ég ætti auka dekk og ef að ég ætti það þá vissi ég nú ekkert hvar það væri geymt!
Ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt úber ánægð að vakna við þetta þar sem ég var nýbúin að líta á klukkuna og snúa mér á hina hliðina mjög ánægð með það að ég gæti nú sofið í klukkutíma í viðbót, en það varð náttúrulega ekkert úr því. Þannig að ég klæddi mig í og fór út. Auðvitað var hringt í hann pabba til þess að vita hvað maður ætti að gera og hvort að ég ætti dekk, en svo var víst ekki og hann sagði okkur að prófa að setja loft í dekkið sem og við gerðum, en þá sá ég að það var bara búið að stinga gat á dekkið. Ég var sko ekki ánægð. Ég er allavega alveg viss um að þetta hafi verið gert viljandi því að ef að ég hef keyrt utaní eitthvað þá hefði ég tekið eftir því að loftið væri farið úr dekkinu því að það fór fljótt úr. En ég keyrði með bílinn á verkstæði sem er bara rétt hjá og fékk nýtt dekk, hitt var alveg ónýtt. Það er nú meira hvað góða hverfið mitt er orðið mikið glæpahverfið, og ég segir bara; Fellin, hvað!!!

Var þetta ekki skemmtileg saga, varð bara að segja frá þessu því að ég er sko langt í frá ánægð með það að geta ekki skilið bílinn minn eftir út og verið nokkuð örugg um að það verði allt í lagi með hann. Og þetta var sko ekki góð byrjun á degi.

Annars fór ég í brúðkaup og skírn um helgina, fór í brúðkaup til Huldu og Garðars, ótrúlega fallegt og skemmtilegt allt saman. Giftu sig í Hrunakirkju (held að það sé rétt hjá mér) og svo var veisla á Hótel Heklu. Takk kærlega fyrir mig.
Svo á sunnudaginn fór ég í skírn til Hermanns- og Önnudóttur og fékk hún nafnið, Hanna Soffía. Ekki alveg nafnið sem ég var búin að giska á en samt sem áður mjög fallegt nafn. Til hamingju með nafnið Hanna Soffía.

Jæja, kveð að sinni,

Stelpan sem býr í krimmahverfinu......

5 Comments:

At 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ja hérna ég for nú um helgina uppí sumó og skildi eftir bílinn í grafarvoginum hjá samstarfskonu minni og vitið menn það var búið að henda eggi í bilinn ojjj.
Held að grafavogurinn sé krimmakverfi.

 
At 3:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gleymdi að skrifa nafnið mitt helena heiti ég

 
At 4:22 e.h., Blogger Berglind said...

Helena: Já ótrúlegt hvað fólk ber ekki virðingu fyrir annarra manna eigum.

Hildur Ýr: Já ekki spurning ;)

 
At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Fellin séu meira krimmahverfi, einu sinni var brotist inn í bílinn minn í Asparfellinu tvisvar á einum mánuði:s

 
At 1:29 e.h., Blogger Berglind said...

Já ég vil eiginlega halda í það. Já ég man nú eftir því, bölvaðir krimmarnir í Fellunum, össs.
En mig minnir nú að þú hafir verið svo saklaus og hélst að það hafi innkaupakerra fokið á bílinn. Var það annarrs ekki þú?

 

Skrifa ummæli

<< Home