Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Þolið farið eða hvað!!!

Já við lögðum þrjár af stað upp Esjuna í gær, mjög sáttar því okkur fast við svo duglegar. En það endist ekki lengi, því að við fórum ekki alla leið, vorum alveg búnar á því. Vá hvað mér fast ég mikill auli og ég get sko sagt það að þetta er miklu erfiðara en ég hélt. Ég er ekki nógu sátt með sjálfa mig að hafa ekki farið alla leið en ég SKAL bara gera það næst.Þarf bara aðeins að vinna í þolinu fyrst. Sá það samt að ég þarf mjög svo mikið að eignast góða gönguskó því að það er sennilega betra að vera á svoleiðis sérstaklega þegar maður er á leiðinni niður. Ég var bara á nýju fínu hlaupaskónum mínum og þeir eru ekki nógu sniðugir í svona göngu, og ég fann sko fyrir því í gær þegar við vorum að ganga niður, ég tók nefninlega á loft og lenti killiflöt á jörðinni. Get ekki sagt að það hafi verið þæginlegt enda er ég með góðan marblett og rispufar á lærinu, mjög flott!!!

En næst fer ég uppá topp, það er bara spurning hvenær það verður!!

4 Comments:

At 8:32 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Uss Berglind ég er búin að fara 2svar uppá topp. Ég þarf bara að fara með þér einhvern daginn uppá topp hehe ;)kv Helena

 
At 12:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ. Hvar eru myndir frá Flatey á ekkert að fara setja þær inn eða hvað?

 
At 2:13 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ

Helena: Já ekki málið ég skal fara með þér upp næst, því að þá ætla ég alla leið upp á topp. Þú ert greinilega bara í svona miklu betra formi en ég!
Ég þarf bara að fara að æfa mig, og ég byrja á morgun í skemmtiskokkinu ;)

Hafdís: Ég er sko löngu búin að setja myndirnar frá Flatey inn. Þær heita 2006 Verslunarmannahelgin. Það eru fullt of flottum myndum af honum Jakob, já og auðvitað þér líka, endilega kíktu.

 
At 4:45 e.h., Blogger Sigurveig said...

Þú hlýtur að vera að grínast hahahaha... Mér finnst þetta þvílíkur aumingjaskapur að komast ekki upp á Esjuna. Ég, sem er í allra lélegasta forminu í fjölskyldunni, fór upp á topp...þurfti ekki að fara í upphitun og svo aftur einhvern tímann seinna. Jú girls sökk.
Já og svo fór ég líka upp á Heklu topp...ALVEG FRÁ BOTNI...ekki bara hálfa leið eins og sumir :oþ

 

Skrifa ummæli

<< Home