Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Þá er það ákveðið.....

......ég er að fara til Búlgaríu 13. júlí með mömmu, pabba og Heiðu Björg. Við ætlum að vera í 2 vikur og því kem ég heim degi fyrir besta dag ársins ;) Ég verð nú að segja það að ég hlakka bara svolítið til þess að fara, slappa af og vonandi ná mér í smá brúnku. Ætla samt að passa mig að ná mér ekki í tanorexíu þegar ég kem heim. En það vill svo “heppilega” til að það er einmitt mikil rigning og flóð að mér skildist í Búlgaríu eins og stendur. Það er náttúrulega bara týpískt fyrir mig og mína heppni að það rigni bara allan tíma. Fór sennilega fyrst að rigna þar þegar ég fékk staðfestingu á miðanum. Greyið þeir sem eru að ferðast með mér, en þessi seinheppni er farin að verða svolítið óþolandi. En það er nú rúm vika þangað til að ég fer og ég vona bara að það verði búið að rigna nógu asskoti mikið áður en ég fer.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home