Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, júlí 12, 2006

Búlgaría á morgun

Já loksins er ég að fara til útlanda, finnst samt eins og ég eigi eftir að gera svo mikið áður en ég fer út, en það getur verið að það sé bara spenna. Ég er eins og litlu börnin get ekki beðið eftir svona hlutum, sem betur fer bókuðum við ferðina ekki fyrr, því þá hefði ég þurft að bíða lengur ;) En ég fór og ætlaði að kaupa mér smá gjaldeyri í gær, var þá var ekki gjaldeyrinn sem ég þurfti búinn, alveg glatað, og hann fæst bara á einum stað á landinu, frábært!!! Vonandi næ ég að kaupa hann í kvöld áður en það lokar.

Fór á svakalegt djamm um helgina og skemmti mér alveg konunglega. Ég, Beta og Helena byrjuðum á því að borða á Tabasbarnum og ég hef aldrei verið svona snögg að fara út að borða, fengum matinn mjög fljótt eftir að við pönntuðum. Annað en á Ítalíu hérna fornum daga, já ég er ennþá pirruð yfir því. Svo fórum við heim til mín og vorum þar þangað til við fórum í bæinn ásamt Hildi systur, Hildi Ýr og Tinnu vinkonu hennar. Auðvitað var farið á Oliver, hvað annað, Betu til mikillar hamingju ;)
En eins og laugardagurinn var skemmtilegur þá var sunnudagurinn MJÖG svo óskemmtilegur sökum þynnku. Úff þetta kennir manni bara að vera ekkert að fá sér þessi helv... skot. No more skot for me!!!

Jæja, þetta er nóg í bili,
Búlgaríufarinn

3 Comments:

At 11:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahahha ég er nú búin að læra það að fá mér ekki skot enda var heilsan mín góð á sunnó!!!!
Múahhahhaa

 
At 12:00 e.h., Blogger Berglind said...

Bíddu bara, sá hlær best sem síðast hlær ;)

 
At 1:21 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það var líka agalegt að sjá þig á Sunnudaginn ;-)

 

Skrifa ummæli

<< Home