Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, júní 15, 2006

Komið nóg

Jæja, nú er komið meira en nóg af þessari óskemmtilegu rigningu. Maður vaknar alltaf geðveikt þeyttur og ég trúi því sko að það tengist eitthvað veðrinu.

Ég læt þetta kannski fara svona í taugarnar á mér þar sem ég veit að systur mínar tvær eru úti í bongó blíðu og sól. Jamm litla systir er á Tenerife og Hildur í L.A. Ég dauðöfunda þær. Hildur systur fór með Hildi Ýr sem var að flytja til L.A., hennar er sko sárt saknað af vinkonunum í vinnunni.
En það er aldrei að vita nema að ég fari til Ítalíu í júlí.

Á laugardaginn fór ég til Keflavíkur, loksins, hef ætlað að fara í þó nokkurn tíma, en betra er seint en aldrei. Fór að heimsækja Hildi og Benna (veit ég þekki margar Hildar). Það var að verða of seint að fara að heimsækja þau út á land því að þau eru að flytja í bæinn mjög fljótlega, mér líst mjög vel á það.

Jæja þetta er farið að vera komið gott, hef ekkert að segja nema ég þarf að koma pirring mínum á framfæri. Ég þoli ekki fólk sem getur ekki bara farið aftast í röðina og beðið eins og allir hinir. Ég keyrði pabba á tónleika í Egilshöll á mánudaginn og eins og flestir vita voru geðveikar raðir alla leiðina að höllinni. Nema þá kemur þessi frekju kall og keyrir bara á hægri kanntinum (sem sagt bara útaf) og fer fram hjá allri röðinni og svo er einhver sem hleypir honum strax aftur inn í röðina. ÉG HEFÐI ALDREI HLEYPT HONUM.

Adios

5 Comments:

At 4:41 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hae hae. kvedja frá Sólríku Tenerife. Allt gott ad frétta hédan nema ad vid maggi thurftum ad eyda deginum í dag inni vegna bruna eftir Aqualand í gaer. En hvert á ítalíu ertu ad fara og med hverjum???

 
At 7:01 e.h., Blogger Berglind said...

Hæ, hæ gaman að heyra frá þér. Þú ert ótrúleg í brunanum, þegar þú er að jafna þig á einum stað þá brennur þú annarsstaðar.

En já ég er kannski að fara með mömmu og pabba og Heiðu Björg. Heiða Björg bauð mér um daginn. En svo þegar hún fattaði að hún þyrfti að borga fyrir ferðina og átti ekki alveg nóg þá er hún alltaf að segja við mig núna að þetta sé sko ferð sem mér er boðið í en að ég þurfi að borga ferðina sjálf.
Hún er algjört krútt, búin að pæla mikið í þessu hvernig hún ætti að borga þetta en komst svo að þessari niðurstöðu. En þetta er ekkert ákveðið en mjög freistandi. Já og það verður þá sennilega farið til Rimini.

 
At 2:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst þetta ALGJÖRT SVINDL. Ekki er Heiða Björg búin að bjóða mömmu sinni með...onei. Ég er bara ekki svo viss um að ég bjóði henni með þegar ég fer einhvern tímann til Danmerkur í Legoland og alles...ég er MJÖG sár.
Annars finnst mér þessi rigning bara alveg ágæt. Þá er maður ekkert að brenna og svona ;o)

Kveðja, Sigurveig

 
At 8:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég get sko sakt ykkur thad ad ég er mjog ánaegd ad thad skuli ekki vera svona mikil sól heima. er ordin dauthreytt á thví ad ata einhverri sólarvorn á mig sem virkar ekki einu sinni. Er alveg jafn hvít og sakna rigningarinn sem kemur frá hlidinni. En í fyrrakvold hélt ég ad thad vaeru hridjuverkaárásir hérna, sprengjur sprungu og allt hristist. Thegar ég loks thordi ad kíkja út var thessi svaka flugelda sýning útá sjá alveg rétt vid hótelid. Svaka flott en hraeddi mig naestum til dauda. En ég er svona taugaveiklud vegna thess ad hér rétt hjá kveiknadi líka í trem bílum í sídustu viku.
En já Heida Bjorg vill manni nú allt gott, reynir ad skrapa peningum saman fyrir ferd út handa thér. En kved hédan úr brunalandinu
tjá.

 
At 11:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Helllllllóóó þetta er LA Hildurin sem talar. Allt gott að frétta af mér eins og alltaf. Muhahahhahaha. Er núna á starbucks eins og hina daganna og er búin með einn Frappaccino. Nammi alveg eins og sjeik. Berglind þú myndir fíla þetta kaffi ekki eins mikill sykur í þessu eins og hinu ógeðinu í NY:) En við nöfnurnar sitjum bara hérna og erum að tjilla og HYG er að reyna að finna sér íbúð en það gengur svona misvel eins og allt annað. Ég er aðalega stressuð yfir því hvernig í ansdsk. ég eigi að koma mér heim. Það bjargast svo sem. En jæja systur og elsku frænka sé ykkur fljótlega vona að ég sé allaveganna brúnni en Hrund veit að ég mun ekki ná HBS deam it. Kveð að sinni.
Og HYG biður að heilsa hlunkinum sínum :)

 

Skrifa ummæli

<< Home