Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, maí 24, 2006

Úti er alltaf að snjóa.....

Já ég hélt að það væri kominn maí en það snjóaði í gær. Ekki nógu gott, ég var búin að taka sumarjakkann fram en þurfti bara að fara í vetrarúlpunni í vinnuna, þar sem það var svo ógeðslega kalt úti. Alveg glatað. En við fengum samt heitt kakó og pönnsur í vinnunni til að hita okkur. En svo var ég að hlusta á útvarpið í morgun og ég held að við ættum bara að vera fegin hérna í bænum þar sem nemendafélags hópur úr MH er búinn að vera veðurteptur út í Hrísey síðan á laugardaginn. Besti staðurinn til þess að vera veðurteptur á!!!

En ég hafði nóg að gera seinustu helgi.
Fór í kveðjupartý til Hildar Ó sem var haldið fyrir hana Hildi Ýr þar sem hún er að fara á vit ævintýranna í L.A. Þar ætlar hún í leiklistarnám þannig að það er aldrei að vita nema hún birtist á skjánum bráðlega. Það var rosalega gaman í partýinu og bænum, langt síðan að ég hef skemmt mér svona vel í bænum.

Á laugardaginn vaknaði maður nú frekar “þreyttur“ og fór að hjálpa Sigurveigu og Óla að flytja í nýju fínu íbúðinna þeirra. Gat að vísu ekki hjálpað mikið þar sem ég fór svo til Grundarfjarðar seinnipartinn í afmæli til hennar Helgu sem á einmitt afmæli í dag. Til hamingju með daginn Helga.
Horfðum þar á Evróvision og ég er mjög sátt við úrslitin. Hélt með vinningslandinu sko.

Á sunnudaginn var svo brunað í bæinn og lítið gert það sem eftir var dags. En mér tókst samt að klára að lesa Da Vinci, já þetta er sko afrek út af fyrir sig, byrjaði á henni fyrir um einu og hálfu ári síðan. Er sem sagt ekki mikill lestrarhestur (það skal samt tekið fram að bókin týndist í hálft ár). Varð að klára bókina svo að ég gæti séð myndina.

Svo í kvöld er ég að fara í útskriftarveislu hjá honum Magga hennar Hrundar systur. Til hamingju með áfangann Maggi.

Kveð að sinni,

Berglind

P.s. Hildur Ýr ég er ennþá að vinna í því að setja inn myndirnar frá því á föstudaginn ;)

3 Comments:

At 10:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já til hamingju með daginn Helga;)
Kv. Herdís

(brrrrr kuldahrollur!!!)

 
At 9:25 e.h., Blogger Berglind said...

Humm nei ég vissi það ekki. Það hefði kannski verið fljótari lausn fyrir mig!!!

 
At 11:37 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Berglind mín, ég var búinn að gleyma að þú værir með blogg...... En takk fyrir síðast, gott trúnó.

 

Skrifa ummæli

<< Home