Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, mars 09, 2006

Heiða Björg 8 ára í dag.

Já hún Heiða Björg "litla" frænka er orðin 8 ára í dag. Úff hvað tíminn er ógeðslega fljótur að líða. Mér finnst nú ekki það langt síðan að hún kom í heiminn. Og líka þegar maður áttar sig á því hvað hún er orðin stór þá verður maður víst að viðurkenna það að maður er orðin frekar gamall. Jamm hún er nú orðin svo stór (hefur reyndar alltaf verið það) og hún minnir Hildi systur stundum á það að hún sé nú að verða eins stór og hún, sem er reyndar alveg rétt, Heiða Björg er algjör lengja.

Heiða Björg Vampíra. Tekið á öskudaginn. Hún lítur nú ekki alltaf svona vel út ;)


Hérna er hún eins og hún lítur oftast út ;)

En allavega til hamingju með afmælið Heiða Björg mín. Vonandi hefur þú átt góðan dag og ert ekki alveg komin með ógeð af afmælissöngnum eins og þú tjáðir mömmu þinni um í morgun ;)

Kveðja,

Berglind frænka :)

1 Comments:

At 8:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með "litlu" frænku:) já tíminn er sko fljótur að líða!

Kv. Herdís

 

Skrifa ummæli

<< Home