Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Helgin og Dale Carnegie

Loksins gerði ég eitthvað að viti um helgina, hékk ekki bara heima og boraði í nefið!!
Á laugardaginn fór ég með Sveigu, Heiðu Björgu og vinkonu hennar í bæinn og ákváðum við að fara upp í Hallgrímskirkjuturn. Mjög gaman það, hef ekki komið þangað síðan að ég var lítil og það er að verða frekar langt síðan. Svo var ég bara róleg um kvöldið.

Á sunnudaginn fór svo ég, Heiða Björg og Hildur á myndina ICE prinsess og buðum við litlu frænkum okkar með. Fínasta mynd ;)
Horfði svo á ÍBV-ÍR í sjónvarpinu og var ég frekar fúl með þann leik. Hann var ekki meira spennandi en það að ég sofnaði yfir honum. Úrslitin voru heldur ekki góð :(

En svo að Dale Carnegie, það er svoleiðis þjónustunámskeið í vinnunni minni, byrjaði núna á mánudaginn og verður svo næstu 3 mánudaga. Þeir sem þekkja mig geta rétt ímyndað sér það hvað ég var ánægð þegar ég vissi það að ég þurfti að fara á svona námskeið!!! Var orðin stressuð daginn sem ég vissi að ég þurfti að fara. Konan byrjaði svo á því að segja við okkur að þeim sem fyndinst þetta vera tímasóunn og væru ekki jákvæðir gagnvart þessu mættu bara fara út núna (og benti á dyrnar). Ekki var ég að fara að ganga þarna út en ég var ekki sú allra jákvæðasta. Svo allan tímann var ég að bíða eftir því að þurfa að standa upp og segja eitthvað. En þetta er aðeins öðruvísi en framkomunámskeiðið og er ég mjög ánægð með það.
En við þurftum samt að gera æfingu til þess að læra að muna mikið af nöfnum í einu og við sátum í hring. Svo stóð alltaf einn og einn upp í einu og kynnti sig. En þar sem við vorum svo mörg (25) þá er svo erfitt að læra svona mörg nöfn í einu og þá áttum við að finna tengingu við nöfnin okkar, sem var svona leikin tenging og við þurftum að sýna það fyrir framan alla. Það var svo sem ekkert erfitt að gera fyrir mitt nafn, gerði bara svona berg með höndunum og eins og ég væri að drekka úr lind og svo stóð ég eins og hermaður! En vá hvað mér leið illa þegar ég var að leika þetta, ég get varla leikið fyrir vini mína þegar ég er í actionary (leikspilið), hvað þá fyrir framan 25 manneskjur sem ég þekki mjög takmarkað eða þá ekki neitt. En svo í næstu umferð þá átti fólk bara að leika og við áttum að skrifa nöfnin niður. Og þetta svei mér þá virkaði. Og ég man fullt nafn á held ég bara flestum ennþá í dag. Það er samt spurning hvort að maður fari eitthvað að leika alltaf fyrir fólk þegar maður er að kynna sig.

Jæja ég segi þetta gott í bil, ætti kannski að fara að lesa bókina sem ég fékk á námskeiðinu, hún heitir; Vinsældir og áhrif. Þar getur maður lært það hvernig maður á að eignast vini hratt og örugglega, og hvernig maður á að auka vinsældir sínar. Bara snild!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home