Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, mars 07, 2005

Vinna!

Jamm þar sem ég skammaði Snjólaugu í gær fyrir það að vera léleg að blogga þá skaut ég sjálfa mig svolítið í fótinn því að ekki er ég búin að vera eitthvað betri í þessu skrifum.

Er sem sagt byrjuð að vinna, sem er mikil gleði fyrir mig því að ég var að verða geðveik á að gera ekki neitt allan daginn. Vinn frá 9-17 og fer þá að skúra og svo tekur ræktin við. Það er að minnsta kosti planið og það er spurning hvað maður heldur það lengi út. En ég vona að ég eigi eftir að halda það út í einhvern tíman. Ekki veitir manni af hreyfingunni, þetta verðru samt svo langur dagur eitthvað.

Annars er ég búin að vera að gera lítið annað en að vinna og fara í ræktina. Fór að vísu í afmælis/innflutnings partý til Snorra á föstudaginn og á laugardaginn var litla frænka að halda upp á afmælið sitt heima hjá okkur. Þannig að það var stuð fram eftir kvöldi. Svo um kvöldið gerði ég ekki neitt, var eitthvað svo ógeðslega þreytt.
Og já talandi um laugardagskvöld, hvað er málið með þessar stöðvar á Íslandi. Klukkan ellefu á laugardags kvöldi dettur Skjá einum í hug að endursýna Fólk með Sirrý og Stöð eitt ákveður að sína frá formúlu. Jei, gaman. Og svo ákvað Stöð tvö að taka talið af þannig að maður getur ekki hlustað á hvað fólk er að segja. Frekar fúlt!!!! Var sem sagt það þreytt að ég nennti ekki að skella DVD mynd í tækið ;)

Jæja ég ætla að fara að horfa á survivor, tjá.

2 Comments:

At 8:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Urr og pirr!! Dónarnir á Stöð2 tóku líka talið af hjá mér, ég er bara alveg miður mín. Ég er meira að segja að hugsa um að horfa bara á nágranna ruglaða og með rugluðu tali í hádeginu í dag, maður er orðinn svo asskoti þjálfaður í að lesa ruglaðan texta ;0)

Berglind

 
At 9:07 f.h., Blogger Berglind said...

He,he nákvæmlega. Það er þá aldrei að vita nema að maður getur bara farið að skilja talið líka.

 

Skrifa ummæli

<< Home