Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, febrúar 25, 2005

The Swan

Á maður eitthvað að tala um þessa þætti. Ég segi bara Dísús Bobby!!!! Jamm ég horfði á þátt númer 2 í gær og þetta er ekkert að skána en ég held samt að ég eigi alveg eftir að fylgjast með þessu, þetta er það fáranlegt. Já alltaf einhverjar 2 konur sem líta bara ekkert hræðilega út, það eina sem þær þyrftu að gera er að fara til sálfræðings og vinna á andlegu hliðinni. Því að ef maður á að vera svona hræðilega ljótur ef maður líkist þeim eitthvað út þá þyrftu bara flestir að fara í lítaaðgerð. Því að þessar konur hafa bara verið svona eðlilegar (ef það er hægt að hafa einhvern eðlilegan mælikvarða á fegurð) og ekkert út á þær að setja. Þetta er bara spurning fyrir þær að mála sig, greiða sér og fara einstaka sinnum í ræktina, þá væri þetta komið. Össssss.

Og ég Berglind Hermannsdóttir var bara að passa í allan gærdag. Systrum mínum til mikillar undrunar. Þeim finnst ég víst ekki hafa þetta móðureðli og pössunarpíueðli í mér. Ég skil bara ekkert í þeim. Já ég var fyrst að passa hana Heiður Björg og við fórum og tryggðum okkur miða á leikinn á laugardaginn, já hann er bara á morgun. Úff spennandi.
Svo kom hann Benedikt til mín og var hjá mér til 10. Já við horfðum alveg 2 sinnum á Nemó, mjög gaman og fórum út að labba.

Jæja ég ætla að fara að hafa mig til, er að fara í fyrsta atvinnuviðtalið mitt í dag :s

4 Comments:

At 1:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hver er þessi heiður björg ;)

Berglind Bára

 
At 2:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í viðtalinu!

 
At 2:55 e.h., Blogger Berglind said...

Ohh Berglind þú þurftir náttúrulega að taka eftir þessu ;)
En þetta er sko Heiða Björg.

Og takk Kristín það gekk nokkuð vel.

 
At 3:22 e.h., Blogger Sigurveig said...

Var einmitt að spá í því sama og Berglind Bára!!!!!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home