Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, nóvember 10, 2004


Hrund gella 17 ára í dag.
Posted by Hello

Já Hrund systir er 17 ára í dag og vil ég óska henni til hamingju með daginn og svo er hún líka að fá bílprófið sitt í dag. Til hamingju með daginn litla systir :)

Og í annað. Ég fór í ræktina í gær og við erum oftast 3 saman að lyfta. Tökum alltaf tvö tæki í einu svo þetta gangi nú fljótt fyrir sig. En í gær þegar við erum búnar að skiptast á tækjum 2 umferðir (lyftum alltaf 3) þá kemur einhver kona og segir með svolítið pirruðum tón; þið eruð búnar að fara fram og til baka í þessu tæki svolítið lengi. Þá sagði Rass; já við lyftum 3 í hverju tæki og konan setur upp einhvern fyrirlitningar svip. Og þá bæti ég við, og við erum líka 3. Konan fór. En vá hvað ég varð pirruð, hvað kemur henni við hvað við erum lengi og í hvaða tæki við erum. Ef við hefðum bara verið ein í hverju tæki þá hefi hún þurft að bíða miklu lengur. Og fyrir utan það þá voru fleiri tæki sem taka á sömu vöðvum. Hún gat bara farið í þau.

Jæja kannski að maður farið að fylgjast með í tíma :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home