Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Bíllinn dó :(

Í hádeginu í dag þegar ég ætlaði að fara í skólann þá vildi bíllinn minn ekki fara í gang. Ég reyndi og reyndi en ekkert gerðist :( Það er bara alltof kalt fyrir hann. Ég fór ekkert á honum í gær þannig að hann hefur bara verið gegn frosinn. Ekki nógu gott. En pabbi er búinn að laga hann, hann varð víst alveg straumlaus út af veðrinu. Núna fær hann að vera inní bílskúr í nótt til að hlýja sér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home