Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, september 14, 2004

Já ég veit ég hef ekki verið dugleg að blogga. Maður þorir ekki annað en að skrifa núna þar sem Snjólaug segir bara að síðan mín sér prump. Hvurslags......
Jamm það er margt búið að gerast og svo ekkert.
Er byrjuð í skólanum og er strax komin aftur úr í lestri :( og svo fer maður að byrja á fullu í lokaverkefninu sínu. Sem sagt skemmtilegir tímar framunda.
Það var svo bjórkvöld á Sólon hjá skólanum á föstudaginn og ég ákvað að mæta og djamma kannski smá þar sem ég er ekki búin að djamma í frekar langan tíma. Jú, jú það var fínt til að byrja með, ég fór á allmarga staði en svo var ég bara svo þreytt og var komin heim rétt fyrir þrjú. Já mér leið eins og ég væri um áttrætt, þó svo að ég hafi ekki hugmynd hvernig það er en... Ég bara varð að fara heim sökum þreytu, usss.
Svo var ég að vinna í Soginu um helgina þar sem ekki svo margir komu að heimsækja okkur.

Jæja þarf víst að fara að sækja litlu frænku í skólann, það verður gaman að fara inn í Seljaskóla eftir svona langan tíma :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home