Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, september 24, 2004

Ahh það er svo gott að vera í fríi á föstudögum, ummm en að vísu ætlaði ég ekki að sofa eins lengi og ég gerði :s Bara gat ekki vaknað. Ég á að vera að læra undir próf sem ég er að fara í á þriðjudaginn.

Ég horfði á Americas next topmodel á miðvikudaginn og ó mæ god. Ekki það mér finnst rosalega gaman að horfa á þessa þætti því að maður lærir svo margt af þeim, hvernig maður á að mála sig, eða ganga á sýningaralli og hvernig maður á að sitja fyrir nakinn, það er sko aldrei að vita hvenær maður þarf að kunna það :) Já þá var þessi stelpa alltaf vælandi. Og svo kom eitthvað bréf frá stjórnandanum sem stóð að næsta verkefni snérist um ótta. Og þá segir mesta væluskjóan; hræðsla er bara sóun á tilfinningum og tárum (væli). Ok ekki málið, svo kemur að því sem þær þurfa að gera, sem var að hanga eitthvað lengst upp í loft og láta taka mynd af sér. Nei, nei þá fer gellan bara í eitthvað taugaveiklunarkast og grætur og grætur. Spurning um að spara stóru orðin!!!!!

En núna eru grannar að byrja, má ekki missa af þeim.........

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home