Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, febrúar 10, 2004

Planið breytist aðeins á sunnudaginn, ætluðum bara að taka spólu en ákváðum að fara í bíó. Eftir erfiða ákvöruðunartöku var ákveðið að fara á myndina BIG FISH, ( við þurftum að draga um það á hvaða mynd við ætluðum ) hún er mjög fín. Þessi mynd er samt svolítið öðruvísi en flestar myndir, rosalega falleg og mjög róleg þannig að ég mæli eindregið með þessari mynd ef þið eruð í rólegum fíling. Það var líka besta lausnin að fara á þessa mynd þar sem hún er sýnd í Smárabíó og við fórum fyrst að borð og fengum við okkur ljúffenga máltíð á Pizza Hut.

Svo er skólavikan komin á fullt skrið og hópverkefnin hellast yfir okkur eina ferðina enn. Ekki alveg mitt uppáhald þar sem ég er svolítið mikið fyrir það að vilja bara fara heim strax eftir tíma. En maður verður víst bara að vinna þau og hætta að kvarta :(
Svo í dag þá fór ég í skólann og þegar ég var að fara að taka upp tölvuna mína þá fattaði ég það að ég hafði gleymt hleðslutækinu mínu heima, jibbí, þannig að ég þurfti að fylgjast með allan tímann!!!! Skil ekki hvernig ég fer alltaf að því að gleyma því heima.

Svo vorum mínir menn ekki að standa sig í leiknum á sunnudaginn. Ekki sátt við þá, var alveg búin að ákveð það að þeir myndu vinna en svo varð ekki. Þeir verða bara að standa sig betur næst.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home