Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, febrúar 19, 2004

Í gær varð ég fyrir vonbrigðum, ég var búin að koma mér vel fyrir framan sjónvarpið og ætlaði að fara að horfa á americans next topmodel og fara að læra en nei, nei þá var bara verið að sýna úr gömlum þáttum. Ég var sko ekki sátt. Þessir þættir eru voðalega sniðugir ég er búin að læra mikið af þeim. T.d. hvernig maður á að ganga á sýningarpalli ( það mun sko koma sér vel fyrir mig að vita það :)), leika, mála sig og hvernig maður á að sitja fyrir nakinn ;). Mér finnst svo leiðinlegt þegar verið er að endursýna þætti, ég meina þeir eru bara óheppnir sem eru ekki búnir að fylgjast með þeim.

Skólinn er alveg að gera með gráhærða núna. Var að fá verkefni núna í dag sem á að skila næsta miðvikudag og svo fæ ég sennilega annað á morgun sem á að skila eftir viku. Svo er ég að vinna í einu verkefni og þarf að byrja á öðru í sama faginu því að ég að vera búin að skila þeim báðum þann 29. feb. Þannig að það eru bjartir dagar framunda.

Þó að ég þurfi að mæta í skólann um helgina þá er ég búin að segja að ég geti ekki mætt fyrr en um 12 á sunnudaginn því að ég SKAL fara að djamma á laugardaginn. Vona bara að ég komist klukkan 12.

Það er hræðilegt hvað ég er húkkt á þessum þáttum í sjónvarpinu. Er að fara að horfa á Trista and Rayn brúðkaup. Þó svo að ég þoli ekki hana Tristu og á alveg bágt með að horfa á hana þá horfi ég nú samt á þessa þætti. Hún breytir alltaf röddinni sinn og fer alltaf að hlæja þegar hún er búin að segja eitthvað sem er ekki einu sinni fyndið. Eins og t.d: I love you ( með svona barnalegri/væminni rödd) og svo hehehehehehehe. Frekar falst allt saman en ég horfi samt.

Hafið þið samt pælt í orðinu brúðkaup. Hef ekkert pælt svo mikið í því fyrr en bekkjasystir mín var að tala um það um daginn. Finnst það hafa frekar mikið gamaldags merkingu. Það er spurning hvort að maður vilji eitthvað hafa brúðkaup. Þá væri einhver að kaupa mann. Brúð - kaup = kaup á brúður. Ég segi þetta bara því ég er eitthvað bitur :) Nei, nei, hver vill ekki gifta sig!!!!

Jæja ég er farin að horfa á brúðkaup T og R og fá hugmyndir fyrir mitt brúðkaup :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home