Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, ágúst 16, 2003

Menningarnótt í nótt!!! Eða hvað segir maður eiginlega?? Allavega það er fullt að gerast í bænum. Hver veit nema að maður fari og sýni sig og sjái aðra.
Ég skellti mér í verslunarleiðangur með systrum mínum og frænku áðan og gekk sú ferð bara vel fyrir utan það að ég keypti mér ekkert sem mig nauðsynlega vantar, bara allt annað. Svona er þetta alltaf. En samt ánægð með kaupin.
Já ég fór líka með þeim á Mcdonalds (ætti kannski ekki að vera að segja frá því) bara því að Sigurveig var svo svöng og þá varð ég náttúrulega að kaupa mér líka :) En ég get ekki sagt annað en það það sé mjög léleg þjónustan þar, ég þurfti í fyrsta lagi að bíða eftir matnum mínu og svo í öðru lagi, þegar að maðurinn rétti mér bakkann þá hellti hann Spriteinu mínu á boðið og yfir mig. Ég alltaf jafn heppin. EN það var svo sem allt í lagi þannigað til hann ákvað það að biðja mig ekki afsökunar, dóni!!!! Hann kom bara með annað glas og sagði ekki neitt. Ég var sko ekki sátt.

Beta á afmæli í dag. Til hamingju með afmælið Beta!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home