Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, maí 16, 2003

Ég get ekki sagt annað en það að það verði mikið að gera þessa helgi. Í kvöld er einhvers konar matarboð heima hjá mér því Hildur systir er að útskrifast núna á eftir úr MK og svo fer ég sennilega á lokadjammið í Tækniháskólanum og svo í afmælið til hans Gunnars. Búið að vera mikið vesen að finna hvert maður á að fara fyrst, til að plana keyrsluna.
En svo á morgun fer ég í klippingu og svo á HSÍ hófið um kvöldið.
Svo fær maður enga hvíld frá lokaverkefninu því við eigum að hitta leiðbeinandann okkar upp í skóla klukkan eitt á sunnudaginn!!!! Frábært!!!!
En ég þarf að fara að hafa mig til....................

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home