Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, maí 20, 2003

Þá er þessum fyrsta sumarvinnudegi að ljúka, átti að fara á námskeið en það var svo ekki þannig að það var bara náð í mig í bæinn til að ég gæti hjálpað við að raða í hópa. En vinnan byrjar svo sem ekki vel því að ég þarf að fá frí á morgun til að vinna í lokaverkefninu mínu.
Ég get ekki sagt anað en að ég sé þreytt því að ég fór í prófsýningu klukkan átta í morgun og komst ekki að tala við kennarann fyrr en svona einum og hálfum tíma eftir. Sem sagt hefði getað sofið í einn og hálfan tíma í viðbót!!! En svo loksins þegar að ég fór að tala við hann þá sagði hann bara við mig að með fyllri virðingu fyrir mér þá vildi hann helst eyða tíma í þá sem að hefður ekki náð og því fór hann voða hratt yfir prófið mitt. Fúlt!!! Hefði ég vitað það þá hefði ég ekkert mætt :o( En svo fór ég uppeftir og kom heim um hálf sex og svo um sex leitið þá fór ég á uppáhalds staðinn minn, að skúra og kom heim um átta. Sem sagt langur og strangur vinnudagur.

En ég er farin að sofa, góða nótt.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home