Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, apríl 26, 2003

Ég er alltaf jafn óheppin

Hvað er málið með mig ég, er alltaf svo óheppin. Ég veit það núna að ég á ekki að kaupa mér dýra hluti. Ég ætlaði að fara að horfa á ungfrúisland.is í gær og þegar ég var búin að koma mér vel fyrir framan NÝJA sjónvarpið mitt og keppnin rétt byrjuð þá bara allt í einu púff og engin mynd lengur. Uhhhuuuu talið heyrðist en myndin farin og sem sagt NÝJA sjónvarpið mitt bilað. Fyrst var það tölvan mín sem er búin að vera ágæt núna undanfarið en hún var alltaf biluð í fyrstu svo um daginn var það bíllinn minn og núna NÝJA sjónvarpið. Orðin frekar pirruð á þessu.

Svo er það leikurinn á morgun ÍR-Valur. Ég er að pæla í því að skella mér á hann en bara ef að ég er búin að vera dugleg að læra. Ég missti víst af æsispennandi leik á fimmtudaginn í Valsheimilinu þar sem by the way ÍR-strákarnir unnu. Mjög gott hjá strákunum. En ef ég kemst ekki á leikinn þá horfi ég bara á hann í sjónvarpinu það er sennilega álíka gott eins og að fara á leikinn því að ég er ekki alveg að hrópa einhver stuðnings hróp inn á völlinn. Æi það kemur bara allt í ljós á morgun. En allavega áfram ÍR!!!! Veiiiiiiiiiii!

Núna þegar maður er í prófum þá fer maður að hugsa hvað það væri nú gott að geta farið til sólarlanda í sumar og það er líka stanslaust verið að minna mann á það. Helga og co og Berlind og Atli eru að fara strax eftir prófin. En nei Berglind fer ekki neitt. Ég skelli mér kannski bara á Húsavík þar sem að amma sagði mér áðan þegar að ég hringdi í hana að það væri bara búið að vera Mallorca veður á Húsavík í allan vetur. Hummm Húsavík = Mallorca, kannski!!!!!!!

En ég ætla að fara að læra svo að ég geti nú kíkt í grillveisluna til hans Gunnars Helga á eftir.

Já eitt Atli ég veit ekki hvenær ég hef sagt að ég héldi með honum í Ross í piparjúnkunni. Ég er bara fegin að hann hafi verið látinn fara, þó fyrr hefði verið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home