Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Já ég veit ég er búin að vera geðveikt léleg að blogga. En hvað með það. Já seinasta helgi var bara fínt. Fór á æfingu á föstudaginn og þegar að ég kom heim þá hringdi Hanna vinkona mín í mig en hún býr núna úti í Noregi, en hún var þá komin til landsins og ég fór að hitta hana og aðrar gamlar vinkonur. Það var mjög svo skemmtilegt, rifjaðir voru upp skemmtilegir tímar þegar að við vorum allar á gelgjunni ( sumar meira enn aðrar ).
Á laugardaginn þá fór ég að hjálpa til við að fínpússa nýju íbúðina hennar Sigurveigar, mikil hjálp í mér. Ég fór líka í gær og ætlaði að hjálpa en svo þegar að við komum öll heim þá sagði hann pabbi minn bara að það ætti ekki að vera að taka mig með að hjálpa því að ég talaði svo mikið og myndi þá frekar tefja fólkið í staðinn fyrir að flýta fyrir, skil ekki. Ég tala nú ekki svona mikið, er það nokkuð?

Svo er bjórkvöld á föstudaginn en eins og vanalega þá get ég ekki farið að djamma, ég get bara kíkt en það verður bara að vera í lagi. Svo ætla "bytturnar" í HR að fara í vísindaferð með skólanum sínum og maður vonar bara að maður hittir þær hressar að vanda í bænum og að þær komi kannski með einn til tvo góða barandara!!!!
Svo er ég bara búin að vera í skólanum og þar er nógu mikið að gera.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home