Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, febrúar 08, 2003

Já ég skrapp til Eyja í dag og flugferðin þangað var ekki skemmtileg. Þegar að við vorum komin langleiðina til Eyja þá kom þetta þvílíka veður á móti okkur og mér var orðið sko ekki alveg sama. Svo þegar að við vorum að fara að lenda þá tekur flugmaðurinn þessa líka svakalegu beygju og þá urðu allar hræddar, sem sagt ekki skemmtileg ferð. En það drapst að minnsta kosti ekki á öðrum hreyflinum núna, hjúkk maður. En hvað leikinn varðar þá verður það ekki rætt hér.

Svo er maður bara ekkert búin að heyra í neinum sem að voru á djamminu í gær, bæði HR-ingarnir og Tækniháskólafólkið. Þannig að ég veit ekki hvort að fólk skemmti sér eða ekki.
En núna ætla ég að fara að glápa á imbann.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home