Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, janúar 15, 2009

Ætlar ÞÚ að halda á þessu???

Var að kaupa mér flísar um daginn og ákvað að sækja þær áðan. Svo settu kallarnir flísarnar í skottið og ég ákvað að spyrja hvort að þetta væri nokkuð svo þungt.
Þá fékk ég bara til baka: Ætlar ÞÚ að halda á þessu ein.
Ég; Já (en ekki hvað).
Þá kom kallinn; kannski uppá 4. hæð.
Ég: Já reyndar, heldur að ég ráði ekki við það?

Kallinn gengur að bílnum og slítur í sundur band sem hélt 2 kössum saman og sagði að það væri sennilega auðveldara fyrir mig að halda bara á einum í einu. Ég hugsaði; vá þeir hafa nú ekki mikið álit á mér þessir, ég svona sterk eins og ég er.

Hefði átt að þegja því að þegar ég kom heim og ætlaði bara að kippa þessu með mér í lyftuna þá var það ekki svo auðvelt. Djöfull voru þessar fáu flísar í pakkanum þungar. Tók einn pakka og ég hélt að ég yrði ekki eldri og verð örugglega með marblett á höndum og lærum á morgun.
En ég náði að fara með 2 pakka upp (í tveim ferðum og með góðri pásu á milli) og læt það duga í dag. Tek svo bara einn og einn næstu daga. Þetta voru sem betur fer ekki fleiri en 5 pakkar. En kannski get ég meira á morgun, held að þar sem ég er búin að vera lasin tvo seinustu daga þá sé ég ekki eins sterk og vanalega. Já já það ástæða fyrir öllu.

Begga massi kveður að sinni

6 Comments:

At 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dugleg BH mín
ert þú ekki búina að vera í þrek þjálfun eða hvað KV frá Egilsstöðum:)

 
At 8:57 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Dugleg BH mín
ert þú ekki búina að vera í þrek þjálfun eða hvað KV frá Egilsstöðum:)

 
At 12:59 e.h., Blogger Berglind said...

Það mætti halda ekki eftir þetta!!

Kveðja til Egilsstaða.

 
At 10:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Duuuuglega stelpa!!!

þú ættir kannski að fara að gera þetta oftar bara....verður algjör massi ef þú heldur þessu áfram!

kv. Herdís

 
At 6:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

eru allir pakkanir komnir upp núna???
KV
Ragnh.Rósa

 
At 1:41 e.h., Blogger Berglind said...

Uhhuhummm nei. En það eru bara 2 eftir. Hehehe ég veit ég verð að fara að koma þessu upp.

 

Skrifa ummæli

<< Home