Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, september 18, 2008

Stúlka Ólafs - Sigurveigardóttir

Jæja þá er hún komin í heiminn, lítil stúlka, 4150 gr. og 52,5 cm, kom í heiminn 16. september. Ekkert smá sæt, enda svo sem ekki við öðru að búast. Ótrúlegt hvað ég hef einhvernveginn alltaf rangt fyrir mér í svona málum, hélt að það myndi fæðast strákur en svo varð ekki. Þannig að staða er 7-1. Greinilega girls-power í þessari fjölskyldu. Pabbi bara ekkert smá heppinn að eiga svona margar stelpur.
Læt nokkrar myndir fylgja með, á því miður enga mynd af fjölskyldunni saman.

Stolta STÓRA systir og litla snúlla.
Gott að kúra hjá stóru systur.

These boots were maid for walking......... Komin í skóna frá mér, engin smá pæja hér á ferð.

Sú litla tilbúin að kíla mig.


En Sigurveig, Óli og Heiða Björg innilega til hamingju með fallegur stelpuna ykkar. Hlakka til að hitta hana aftur fljótlega.

Svo á Hildur Páls vinkona afmæli í dag, orðin ekki nema 28 ára. Innilega til hamingju með daginn Hildur mín. Séð þig svo hressa á laugardaginn í sveitinni.
Hildur á afmælinu sínu í fyrra, en þá var einmitt hattaþema.

Það er eitt lag í gríðalega miklu uppáhaldi hjá mér þessa dagana og ég næ því ekki af heilanum á mér. Það er lag sem er í spilun með Hjaltalín (Takk Beta ekki í fyrsta skiptið sem ég segi þetta vitlaust) og heitir að ég held, Þú komst við hjartað í mér. Finnst það bara svo hrikalega flott. Hef heyrt að Páll Óskar söng það fyrst og mig langar rosalega að heyra það með honum en finn það ekki á netinu.

Jæja stolta móðursystirin kveðjur að sinni.

3 Comments:

At 11:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hún er ekkert smá sæt litla prinsessan! Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra:)
kv.Herdis

 
At 2:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Berglind, til hamingju með litlu frænku !
Langar samt að leiðrétt þig.....hljómsveitin heitir Hjaltalín og þetta lag er af nýju plötunni hans Páls Óskars, þeir tóku það og breyttu því. Svakalega flott lag og ég elska það einmitt líka, er með það á heilanum. Á það þannig að ég get sent þér það.

 
At 8:14 f.h., Blogger Berglind said...

Hummm takk fyrir ábendinguna Beta, búin að laga. Ég á víst líka þennan disk með Páli Óskari. Þetta lag var greinilega ekki mikið í spilun þegar ég fékk diskinn og því fór þetta lag alveg framhjá mér. En takk samt :)

 

Skrifa ummæli

<< Home