Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, september 15, 2008

Mjög eðlilegt

Var að lesa þessa grein á mbl.is

Þrettán létust í vináttuleik í knattspyrnu.

Þrettán létust og 35 slösuðust eftir að átök brutust út á knattspyrnuleikvangi í Kongó. Samkvæmt útvarpsstöðinni Okapi brutust óeirðirnar út eftir að leikmaður var grunaður um að beita göldrum í leiknum sem fram fór í Butembo í gær. Um vináttuleik var að ræða. Flestir hinna látnu eru á aldrinum 11-16 ára.

Þetta er náttúrulega mjög eðlilegt, grunaður um að hafa beitt göldrum. Hvað galdraði hann boltann í netið eða? Og aldurinn á þessu liði. Jís, fegin að búa ekki þarna.

Annars er ég bara að jafna mig eftir Girls - bonding í vinnunni á föstudaginn. Fyrst var tiltektardagur, sem mín hæð nota bene vann og svo var það Girls - bonding. Fórum á veitingarstaðinn Orange og ég er ennþá að gera það upp við mig hvort að mig hafi líkað matinn eða þjónustuna þar. Allavega var þetta mjög spes upplifun verð ég að segja.

Stelpurnar í deildinni minni.

Svo bíður maður spenntur á morgun þar sem Sigurveig systir verður sett af stað orðin mjög spennt að hitta litla krílið en ég er alveg viss um að þetta sé strákur. Það er víst kominn tími á strák í mína fjölskyldu.

Jæja hef það ekki lengra í bili.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home