Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, apríl 29, 2007

Curly Sue

Þegar ég var lítil áttu systur mínar það til að kalla mig Curly Sue þegar ég hafði verið úti í rigningu og kom inn því að hárið á mér varð mjög krullað og þeim fannst það minna á stelpuna sem lék Curly Sue í einni mynd.

En núna get ég sagt að ég ber það nafn með rentu. Skellti mér á hárgreyðslustofu á föstudaginn og lét setja í mig permanett. Smá viðbrigði en ég er alveg að fíla hárið á mér. En ég segi bara, sem betur fer fór ég á föstudegi þar sem ég mátti ekki þvo á mér hárið í 2 sólahringi eftir að permanettið var sett í. Og þeir sem þekkja mig vita það að ég verð að þvo það á hverjum degi. En þetta slapp þar sem ég var ekki mikið að fara út.


Svo reyndar þegar ég fer að rifja það upp þá fannst systrum mínum ég líkjast Lauru Ingalds í Húsið á sléttunni og Hönnu sem lék í nágrönnum einu sinni, því að ég var með svo stórar tennur. Mér þótti það ekkert sérlega skemmtileg samlíking.

Fann mynd af Lauru en því miður enga af Hönnu.

Curly Sue kveður að sinni.

5 Comments:

At 9:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

nohhh pæja!!!! Þú verður að setja MYND af´þér- forvitin að sjá hárið á þér:) já man eftir Curly Sue myndinni hehe, já svei mér þá hvort það glitti ekki í smá svip!!
- sérstaklega hárið eftir að þú ert komin með permó!! hehe
knús, Herdís

 
At 7:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mynd takk, fyrir útlendingana.

 
At 2:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ.Gleymdi að segja við þig á sunnudaginn að hárið á þér er bara mjög flott svona krullað:-)
Kv:Hafdís BESTA FRÆNKA.

 
At 3:00 e.h., Blogger Berglind said...

Herdís og Kolla: Já ég veit ég set inn mynd við tækifæri.

Hafdís: Takk fyrir það.

 
At 10:30 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

hvaa er mín bara hætt að blogga???!!!!
koma svooo :)
Herdís

 

Skrifa ummæli

<< Home