Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, janúar 22, 2007

Ja hérna hér

Rosalega var þetta skemmtilegur leikur, úff hjartað á mér er ennþá á fullu. Verð að viðurkenna að ég bjóst svo ekki við þessu en þeir tóku þetta. Djö... er ég ánægð með strákana OKKAR. Sýndu það allir afhverju þeir eiga skilið að vera í landsliðinu.
Heyrði það rétt fyrir leikinn að dagurinn í dag væri versti dagur ársins. Flestir eru með áhyggjur af skuldum eftir jólin og svona. Ég var alveg að kaupa þetta fram að leiknum þar sem ég fór heim úr vinnuninni í dag því að ég var (að ég hélt) komin með gubbupestina, en ég gat ekki ælt heldur leið bara svona illa eins og þegar maður er mað gubbuna. Og svo var þessi leikur sem ég hélt svo ekki að við myndum vinna. En hann endaði betur en ég hélt.

Allt annað að sjá liðið miðað við í gær, þeir voru ekkert smá lélegir og svo var leikurinn við Ástrali svo leiðinlegur að ég sofnaði yfir honum, engin spenna, annað en áðan. Og vá hvað ég öfunda fólkið sem er úti í Þýskalandi núna og á leikjunum, ég fer bara næst ;)

Já, glæsilegt hjá strákunum okkar,áfram Ísland!!

Annars hitti ég Betu og Helenu á föstudaginn á Galileo, sem var fínt nema hvað borðin þarna eru svo nálægt hvort öðru, maður heyrði gjörsamlega allt sem fólkið á næsta borði var að segja. Við vorum ekki lengi úti þetta kvöld, þannig er það alltaf með föstudaga, maður er alltaf svo þreyttur. Förum á laugardegi næst.

Svo fór sunnudagurinn í það að taka til í tölvunni minni. Hún er orðin frekar gömul af fartölvu að vera og var orðin ansi full af dóti. En ég er svo léleg að henda dóti, hvort sem það er í tölvunni eða bara dóti inni hjá mér. Það gæti alltaf verið að ég þyrfti að nota þetta einhvern tímann. Svo kannski ári seinna hef ég ekki einu sinni kíkt á hlutinn og var búina ð gleyma að ég ætti þetta. En ég náði að hreinsa aðeins til í henni og er búin að helda yfir á harðan disk flest af skólagögnum sem í henni voru. Þá er bara næsta skref að afrita það. Tek annan sunnudag í það ;)

En jæja segi þetta gott í bili.

ÁFRAM ÍSLAND

4 Comments:

At 8:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Eigum við að stökkva út á morgun?

 
At 8:47 f.h., Blogger Berglind said...

Freistandi, mjög freistandi.

 
At 5:42 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Á að ganga í samtökin?
Berglind

 
At 8:28 e.h., Blogger Berglind said...

Hvaða samtök?
Ef þú ert að meina í blíðu og stríðu þá er ég nú þegar búin að skrá mig í þau ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home