Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Hvað næst?

Ekki nóg með það að það hafi verið svo kalt í vinnunni um daginn að við þurftum að fara heim, þá í gær þegar ég kom aftur að borðinu mínu eftir að hafa farið í mat þá var músaskítur á borðinu mínu!!! Veit svo sem ekki hvað hann var búin að vera lengi en ojbarasta.
Það er samt svo típískt að þetta skuli hafa verið á borðinu mínu, ef eitthvað svona hendir einhvern þá er það mig. Ég er ekkert sérlega mikil dýrastelpa og mig líkar ekki við það að vita að kannski er mús á ferli hérna í vinnunni :S
Ég setti víst upp einhvern skeflingar svip þegar ég sá þetta og bað Hildi vinsamlegast að koma og sjá svolítið. Ojjj, er ennþá alltaf að heyra í einhverju, sennilega ímyndunaraflið að fara með mig.

En ég spyr bara hvað gerist næst? Ekki það að er alveg ágætt að hafa smá spennu í vinnunni. En það hefði alveg mátt gerast eitthvað annað.

Berglind sem leitar að músinni sem skeit á borðið hennar kveður að sinni.

6 Comments:

At 10:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tipl,tipl,tipl þetta er litla músin sem að gaf skít í þig. hahahahahahaha
p.s. eitthvað hendir fólk ekki hentir:-)

 
At 11:11 f.h., Blogger Berglind said...

Hahahaha, hún er ekki ennþá fundin.
Takk fyrir ábendinguna, er búin að laga þetta. Vona að þetta sé í lagi núna.

 
At 12:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kolla ég var bara hrædd að heyra í músinni koma en það var reyndar eins og það væri fíll á ferð þetta tipl tipl!!! hahhahah

 
At 2:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Neineinei þegar að það er fíll á ferð þá heyrist TRAMP, TRAMP, TRAMP.

 
At 4:21 e.h., Blogger Berglind said...

Hahahahaha, Kolla með öll hljóð á hreinu.

 
At 5:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha jii ertu ekki að GRÍNAST!! OJJJJJJJJJJJJJ en ógeðslegt, ég spyr nú bara hvernig getur þetta gerst!!??!!! En ég samt er búin að vera hlæjandi hérna við að lesa þetta- þetta er nú soldið mikið skondið! En samt ógeðslegt:/
Hilsen, Herdis

 

Skrifa ummæli

<< Home