Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, janúar 08, 2007

Gleðilegt ár!

Úff árið 2007 gengið í garð og ég get ekki sagt annað en að árið 2006 hafi verið fljótt að líða. Þegar ég fer að velta því fyrir mér hvernig árið 2006 hafi verið þá einkenndist það af útlandaferðum hjá mér, sem er náttúrulega bara mjög fínt, þar sem ég hélt að ég myndi ekkert fara út á árinu. En það endaði með því að ég fór 6 sinnum út, ekki slæmt það. Og flestar ferðirnar voru seinnipart ársins. Vona bara að ég fari eitthvað út á þessu ári.

En annars er það litla sem búið er af þessu ári búið að vera mjög fínt, nóg að gera. Það var leynivinavika í vinnunni sem byrjaði 2. jan. og hægt er að segja að það var góður mórall í vinnunni í seinustu viku, flestir lögðu mikið á sig til að vera sem besti leynivinurinn. Ég var leynivinurinn hennar Sigurborgar og Íris var minn. Íris var ekkert smá góður leynivinur, kom mjög á óvart þegar hún sendi blómaskreytingu í vinnuna til mín, og ekkert smá flotta. Ég var nokkuð vinsæl þann daginn því flestir vildu koma og skoða. Íris þú ert alveg frábær vinur :)

Ég og Sigurborg, ég var sko hennar leynivinur


Ég og Íris, hún var minn leynivinur
Á föstudaginn var svo árshátíð vinnunnar og þar fengu allir að vita hver var leynivinur hvers. Þemað á árshátíðinni var svart og bleikt og tóku flestir því alvarlega og mættu í réttu litunum. Árshátíðinn var vel heppnuð og held ég að flestir hafi skemmt sér mjög vel.

Freyja, Íris, Hildur Ýr og Hildur
Á laugardaginn var svo reunion úr MS því núna eru 5 og hálft ár síðan að ég útskrifaðist þaðan. Mæting var frekar dræm, en þá er allavega búið að halda þetta. Hefði samt verið til í það að fleiri hefðu mætt. Við vorum 6 sem mættum úr mínum bekk af ég held 19 manns. Það mættu næstum allir sem ég er í mestu sambandi við. Sem var bara frábært því það er alltaf gaman að hitta þau.

Berglind og Arna í góðum gír á reunioninu


Jæja, ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Vona bara að árið 2007 verði sem allra best hjá ykkur öllum.

Kveðja,

Berglind

P.S: Ég er alveg á leiðinni að henda inn myndum frá Boston, árshátíðinni og fleira, bara næst þegar ég nenni.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home