Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Svíþjóð

Þá er það Svíþjóð á morgun. Fljúgum til Danmörku og förum þaðan með lest yfir til Lund þar sem Kolla frænka mun vonandi taka á móti okkur og fylgja okkur heim til sín.

Annars er ég farin að hlakka svo til jólanna. Vildi að það væri farið að spila jólalög í útvarpinu. En þar sem það er ekki var ég mjög fegin að fatta að ég ætti nokkur jólalög á ipodinum mínu. En svo þegar ég fór að hlusta á þau þá komst ég að því að þetta væri bara undirspilið af jólalögunum og enginn texti!!! Það er ekkert gaman við það þar sem ég kann bara alltaf nokkrar línur í hverju lagi og fólk vill sko ekki hlusta á mig syngja.

En ég á víst eftir að fara til Svíþjóðar og svo Boston áður en jólin koma, þannig að ég hef svo sem nóg til þess að hlakka til áður en þau koma.

Jæja, læt sennilega ekkert í mér heyra fyrr en ég kem heim frá Svíþjóð.

3 Comments:

At 3:13 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég er líka farin að hlakka til jólanna....það er komið svo mikið jólaskraut í búðunum maður verður alveg óður!!! Já munar litlu að ég myndi barasta hitta þig á leiðinni til Svíþjóðar - en ég er að fara til Köben á morgun:) En góóða ferð til Sweden!!

KV. Herdís

 
At 8:59 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð systur og góða skemmtun. Örugglega æðislegt að fara til Svíþjóðar. Kveðja Svava J.

 
At 12:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð sæta! njóttu útlandanna og þess að vera í fríi ;)
Kveðja Auður M

 

Skrifa ummæli

<< Home