Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, nóvember 03, 2006

Af því að það er föstudagur

Ekkert að frétta af mér núna, nældi mér í pest á þriðjudagskvöldið og var að mæta fyrst í vinnu núna. Get ekki sagt að það sé gaman að hanga ein heima, mér dettur aldrei neitt sniðugt í hug. Nema í gær náði ég að horfa á 4 Grey's Anatomy þætti. Ég elska þessa þætti, finnst þeir alveg snild.

En í kvöld er ég að fara á Reykjavík Pizza Company að hitta Helenu og Betu. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt þar sem við hittumst skiplagslega á tveggja mánaða fresti og mér finnst bara ekkert svo langt síðan við hittumst. En það er bara fínt, alltaf gaman að hitta þær.

Svo á morgun er planið að fara í bodupump, þ.e.a.s. ef ég vakna!! Klikkaði nefninlega seinast og það var víst ég sem var að tjá mig mest um það að fólk yrði nú að mæta. Svona er það, maður á að spara stóru orðin!
En svo er það matur til Berglindar og Sigurjóns Braga litla og við stefnum á að spila.
Sem sagt róleg og góð helgi í námd. En svo fer ég bráðum að fara til Svíþjóðar, ég er farin að hlakka mikið til að hitta Kollu frænku, Bjarka og Klöru Rut mega pæju.

Ákvað að henda inn einu brandara í tilefni þess að það sé föstudagur.

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.

"Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til ?"
Spurði sonurinn allt í einu.
"Þær eru þrjár, sonur sæll.

Þegar að konan er á þrítugsaldri eru
brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn.

Á fertugs- og fimmtugsaldrinum
eru þau eins og perur, enn falleg er farin að lafa svolítið.

Þegar að konan er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við
lauka." "Lauka ?" "
Já, þú horfir og þú grætur !"

Smáþögn.

"Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til"
spurði dótturin.
Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:"
Maðurinn gengur í gegnum þrjú stig.

Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins og
eik, öflugur og harður.

Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins
og birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir
fimmtugt má líkja honum við jólatré!"
" HA, jólatré ?"
" Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts

Góða helgi.

6 Comments:

At 10:51 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hlakkar þig virkilega til að hitta Bjarka... hehe
Skil vel að þig hlakki til að hitta mig og Klöru.

Kolla

 
At 8:47 f.h., Blogger Berglind said...

Múhahahah, góður þessi.

 
At 5:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kolla ég ætla að segja Bjarka að þú hafir sagt þetta! hehhehehhe

 
At 5:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Kolla ég ætla að segja Bjarka að þú hafir sagt þetta! hehhehehhe

 
At 5:29 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ath ég er ekki svona treg að setja inn komment en þetta drasl var ekki að virka og koma 2 sinnum inn :)

 
At 9:48 e.h., Blogger Berglind said...

Hahahaha, Hildur sættu þig við það þú ert svona treg ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home