Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, september 29, 2006

Slökkt á ljósunum

Já auðvitað tók ég þátt í því að slökkva ljósin og horfa á stjörnurnar (sem voru svo reyndar ekki sjáanlegar vegna skýja). Við systur, litla frænka og Maggi fór uppá Vatnsenda til þess að fylgjast með því þegar slökkt yrði á götuljósum bæjarins. Þegar við vorum á leiðinni þá sáum við það að við vorum ekki alveg þau einu sem datt það í hug að fara uppá Vatnsenda því að það var þvílík mikið af fólki sem var þar, aðalega fólk sem kom á bílunum sínum, enda var svolítið bílaöngþveiti þarna. En það var mjög gaman að sjá þegar slökknaði á einu hverfi á fætur öðru. Það voru samt staðir þar sem kastarna voru á og það var ekki slökkt á þeim, t.d. Árbæjarlaugin, Fylkinsvöllurinn og Breiðholtslauginn og svo var einhver svaka kastari á stóru blokkinni í Fellunum. En hverfið mitt varð mjög draugalegt í þennan hálftíma sem á þessu stóð, þannig að fólk var alveg að taka þátt í þessu. Ég hafði sem sagt mjög gaman af þessu en það hefði verið skemmtilegra að sjá nokkrar stjörnur þar sem þetta átti nú að ganga út á það að fólk ætti að skoða stjörnurnar. En svo fór ég að spá þetta var kannski smá sparnaðarleið hjá Reykjarvíkurborg, aðeins að minnka rafmagnreikinginn ;)

Annars verð ég að tjá mig um þetta mótorhjólalið, þeir hafa undanfarið verið að tala um það að það sé ekki tekið nógu mikið tillit til þeirra og bladí bla. Ég verð nú bara að viðurkenna það að mér finnst ekkert skrítið þó að fólk á sé orðið pirrað á þeim. Ég meina ég hélt (kannski er ég svona vitlaus) að mótohjólafólkið eigi að fara eftir sömu reglun og bílafólkið í umferðinni. En ég er alltaf að sjá móturhjól spítast fram úr manni og troða sér á milli þannig að maður þarf alveg að negla niður(reyndar gerir bílafólk þetta líka). En það sem fer mest í taugarnar á mér er þegar maður bíður á ljósum og það kemur hjól og treður sér á milli bílana og plantar sér fremst, ég meina, FARÐU BARA AFTAST Í RÖÐINA!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home