Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, desember 11, 2005

Hellú

Jamm langt síðan síðast. En jólin nálgast ekkert smá hratt, og ég er ekki ennþá búin að finna jólagjafir handa öllum þeim sem ég gef en það kemur vonandi, er reyndar búin að vera frekar róleg yfir þessu öllu saman, kannski of róleg.

Ég er búin að vera ágætlega upptekin seinustu vikur, fór með vinnunni að skoða Hótel K.Klaustur og það var nú svakaleg ferð, lentum í þessu skíta veðri á leiðinni þangað, var svo fegin daginn eftir að hafa ekkert séð út um gluggan því að þar sem við keyrðum þegar það var svona brjálað veður var frekar bratt niður upp við veginn :s Reyndar verst að við komum frekar seint á Klaustur og því þá sá maður voða lítið því að það var svo dimmt og svo fórum við það snemma að það var ekki farið að birta. En við vorum svo sem ekkert að fara að skoða bæinn heldur hótelið og við sáum það vel.

Svo skellti ég mér loksins á Sálarball sem var á Nasa, mjög gaman á því, enda svo sem ekki við öðru að búast þegar Sálin er annars vegar. En eini gallinn við ballið var að það var svo ógeðslega mikið af fólki á því. Alltof troðið.

Svo er ég búin að fara í svona frænkujólaföndur, fara á öryggisnámskeið og svo í jólamat á Nordica með vinnunni.
Og meðan ég man þá ætla ég að óska henni Hildi systur til hamingju með daginn um daginn ;) Hún var 26 ára á miðvikudaginn. Til hamingju Hildur, þú lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en 25 ;)


Í gær skellti ég mér svo í hina langþráðu klippingu, það var sko kominn löngum meira en tími til. Maður er búinn að vera á ljótunni alltof lengi!!!
Svo þegar ég kom heim úr klippingu þá var mér sagt að skipta um föt því að ég og Hildur værum á leiðinni á tónleikanna með Frostrósum. Mikið rosalega syngja þær allar sjúklega vel, þetta var ekkert smá flott hjá þeim. Og mér fannst ekkert smá margir vera á tónleikunum miðað við það að þetta voru aukatónleikar sem þær ákváðu að hafa. Næstum alveg stútfull Laugardalshöll og það var svo uppselt um kvöldið. Ótrúlegt að þær hafa bara verið að halda þetta í Kirkjum seinustu ár því að það komast ekki eins margir þar inn. En ég var samt á því að þetta hefði verið miklu flottari ef að þetta hefði verið haldið í kirkju. En samt var þetta mjög flott :)

Jæja, ég er farin að leggja höfuðið í bleyti svo að ég fái nú kannski hugmyndir að jólagjöfum.

4 Comments:

At 11:20 e.h., Blogger Hildur Sophia said...

það var nú mikið að þú fórst í klippingu... varst alveg orðin eins og drusla... ;o)
nei, ég er bara að bulla í þér.. mér bara varð hugsað til þín því ég er að horfa á einhverja tónleikaupptöku með Robbie Williams.... hann er nú soldið sexí.. samt ekki í bleika jakkanum...

 
At 9:45 f.h., Blogger Berglind said...

Já það var sko kominn tími til ;)

Og já ég sá tónleikana líka, djöfu... er hann flottur og það er sko alveg sama í hvaða fötum hann er í, hann er alltaf sexí!!

Mig langar í eitt stykki Robbie, veit ég bið ekki um mikið ;)

 
At 2:28 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að það sé ekkert gaman að eiga dópista og þunglyndissjúkling fyrir maka ;o)

BeggaB

 
At 3:17 e.h., Blogger Berglind said...

BeggaB ég skal nú bara segja þér það að hann er ekki dópisti.
Og hver veit kannski er það bara rosalega gaman, mikið stuð.
En hann er allavega ekki dópisti.

 

Skrifa ummæli

<< Home