Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

Partítröllið???

Tók enn eitt prófið á netinu, ég er sem sagt partítröll en ég verð að viðurkenna það að það var ekki það sem kom í fyrsta skiptið sem ég tók það. Varð náttúrulega að taka það aftur því að mér fannst hitt ekki passa nógu vel :) Þetta passar þó ekkert alltof vel heldur en það er allavega eitthvað sem passar. Ég á t.d. Adidas skó og mér finnst The O.C. skemmtilegur þáttur þannig að það er nú eitthvað :)

En svona er sem sagt lýsingin á partítröllinu.....


Partítröll

Þú ert nýjungagjörn, tilfinningarík félagsvera.

Partítröllið fylgist vel með nýjustu straumum og stefnum hvort sem um er að ræða föt, tónlist eða græjur. Það eru 74.5% líkur á því að það eigi iPod, 61% líkur á því að það eigi Fred Perry póló bol og 96% líkur á því að það eigi Adidas skó. Partítröllinu finnst The OC vera skemmtilegur þáttur.

Partítröllið er vinsælt - eða telur sig að minnsta kosti vera það. Þótt margir laðist að því eins og flugur að mykjuhaug eru aðrir sem eru ónæmir fyrir þokka þess og enn aðrir sem hafa jafnvel ofnæmi fyrir því. Það eru þeir sem eru í eldhúspartíinu á meðan partítröllið hristir rassinn og baðar út öngum á dansgólfinu.

Þegar gamaninu slotar er partígríman þó fljótt tekin niður og undan henni kemur viðkvæma blómið sem partítröllið raunverulega er.

2 Comments:

At 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst mitt tröll alveg glatað. Reyndi nokkrum sinnum en fannst þetta koma best út. Var allavega ekki kaffihúsatröllið :) Ótrúlegt hvað það er gaman að taka svona próf á netinu um sjálfan mann, eins og maður sé alltaf að reyna að leita að einhverju nýju hjá manni sjálfum.
Anyways, heyri í þér later....

 
At 1:27 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Við erum greinilega líkar á annan hátt en útlitslega ;) Því að ég var Partítröllið líka :D Tvíburafrænkur ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home