Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, nóvember 20, 2005

Jólahreingerning

Já þá er maður að komast í jólafílinginn, var mjög ánægð í vinnunni á föstudaginn þegar ég var að hlusta á Létt þar sem þau eru byrjuð að spila jólatónlist. Mjög sátt við það. Fínn tími enda ekki nema vika í fyrsta í aðventu :)
Og svo er ég búin að vera að þrífa í allan dag. Já reyndar bara herbergið mitt og það er ekkert sérlega stórt en svakalegan tíma tekur það að þrífa það, er ekki ennþá búin. Núna er ég sko að bíða eftir að allt þorni. Setti nebla í vél líka. Það gerist ekki á hverjum degi enda er ekki óalgengt að ég sé spurð að því hvort að ég sé veik þegar ég tek mig til og set í vél. En þar sem þetta er jólahreingerning ( verð samt að þrífa aftur fyrir jól :( ) þá ákvað ég bara að taka allt í gegn núna tók meira að segja utan af sófanum og setti í vél. Jæja nóg af þrifum, núna ætla ég að taka til hérna á link listanum mínum. Kominn tími til. Ætla að bæta henni Herdísi við en margir fara af honum þar sem að all nokkrir eru barasta hættir að blogga.

Jæja best að koma sér að verki.

Berglind í jólahreingerningu ;)

3 Comments:

At 4:09 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

ohh þú ert svo dugleg :OÞ. Hvenær á svo að mæta með græjurnar til mín?
Berglind

 
At 10:21 f.h., Blogger Berglind said...

Hvenær sem er, þú veist samt að ég vinn við þetta og ætlast auðvitað til að fá borgað ;)

 
At 2:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mátt sko alveg koma til mín, ég er í prófum til 21 des hef engan tíma í jólastúss og þrif.

 

Skrifa ummæli

<< Home