Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, maí 19, 2005

Útskrifðu úr Dale Carnegie

Aarggg hvað ég er fúl núna og ég viðurkenni það að ég er mjög svo tapsár. Komumst ekki í úrslitin í Evróvisíon. Alveg glatað og mjög mikið svindl, þessi keppni sýndi bara að þetta er alltof pólitíkst eða þá að fólk úti í heimi er alveg með afskaplega lélegan smekk. Ég skrifaði við öll lögin hvað mér fannst um þau og öll nema 3 fengu mjög slæma einkunn hjá mér. En á laugardaginn verð ég bara að öskra áfram Noregur!! Ef maður nennir þá yfir höfuð að gera eitthvað :(

Annars er voða lítið að frétta. Hitti bekkjarfélagana úr THÍ 4. maí og það var mjög gaman, og þar voru bara allir óléttir eða að fara að gifta sig eða nýbúin að eignast barn. Ég var ekki alveg að fylgja þeirri bylgju.

Svo seinustu helgi var farið í afmæli til hans Gunnars Helga og kíkt aðeins í bæinn og á laugardaginn fór ég í vinnupartý þar sem það var bleikt þema. Kíktum á Pravda og ég er ekki að fíla þann stað neitt svakalega.

Já loksins þegar ég ætlaði að skrifa eitthvað mikið þá er ég svo fúl að ég hef ekkert að segja.

Því kveð ég að sinni.

Berglind TAPSÁRA.

3 Comments:

At 12:16 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Buhu....já þetta er algjört svindl..það eru komin svo mörg lönd í þessa keppni og bara orðið allt of pólitískt. hnufff...:( Íslendingar áttu samt flott lag og mér fannst sko að við ÁTTUM að fara áfram.. En ég held að Noregur taki þetta í ár.....
kv. Herdís

 
At 9:08 f.h., Blogger Berglind said...

Já Herdís við verðum bara að halda með Noregi á laugardaginn. Annars finnst mér strákarnir frá Lettlandi voðalega sætir þannig að ég held smá með þeim og Danmörku.
Ég er samt ekki ennþá búin að jafna mig eftir þennan ósigur :(

 
At 12:51 e.h., Blogger Sigurveig said...

Þetta voru búningarnir...alveg bókað. Annars segi ég nú bara ÁFRAM DANMÖRK :o)

 

Skrifa ummæli

<< Home