Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, apríl 11, 2005

Námskeið

Var á námskeiði í dag í vinnunni. Er að læra á kerfi sem er notað þar. Verð á morgunn og hinn líka og þarf að vera til klukkan 18.00 á þeim þannig að maður er kominn ferkar seint heim á kvöldin. En þetta er svo sem ekkert í langan tíma.
Ég var ekkert sérlega góð í dag, gerði einhverja vitleysu og allir þurftu að bíða eftir mér, mér til mikillar ánægju. Svo var kennarinn ekkert að leyna því fyrir hinum að ég hefði klúðrað einhverju, nei, nei hann sagði við alla að þeir þyrftu að bíða því að ég hefði gert vitleysu. En sem betur fer sagði hann þetta bara á léttu nótunum :s

Annars var helgin ágæt, var að passa Heiðu á föstudaginn og tókum við stórmyndina Up town girl og teiknimyndina Aldorado. Klassa myndir ;) Á laugardeginum fór ég svo í heimsókn til Kollu og Bjarka og kíkti svo á nýju íbúðina þeirra Hafdísar og Trausta og er hún voðalega fín.
Eftir það þá fór ég til Írisar og hitti hana ásamt Snjólaugu. Eftir c.a. tvö glös af léttvíni hjá mér og aðeins meira magn hjá stelpunum fórum við á Hressó. Þegar við komum þangað þá mætti halda að við hefðum farið á reunion með árganginum okkar úr Seljaskóla og okkur hefði ekki verið boðið ;) Því að það voru voðalega margir þarna sem voru með okkur í Seljaskóla en það hitti greinilega bara þannig á að það voru allir að skemmta sér sama kvöldið, mjög skemmtileg tilviljun.

Núna er ég græn úr öfund því að mamma og pabbi eru að fara til Danmerkur á árshátíð og mig langar svo viðbjóðslega að fara út. En nei ég sé ekki fram á það að ég sé að fara eitthvað út á næstunni, ég verð bara að bíta í það súra :(

En ég er farin að horfa á CSI, það er alveg möst því að einn löggukallinn er svo sætur ;)

2 Comments:

At 2:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vildi bara minna þig á gæskan að eftir 44 daga er ég á leiðinni til Köben OG Thailands :) Verð í
Spa-i alla daga og liggjandi í sólbaði....mmmmm..... Svo verður auðvitað alveg nóg verslað í Köben.

 
At 4:49 e.h., Blogger Berglind said...

Þetta er ekki eitthvað sem ég vildi heyra. En ég veit að það á eftir að verða ógeðslega gaman hjá þér. Þú verður bara að senda mér strauma frá Thailandi.

 

Skrifa ummæli

<< Home