Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, apríl 15, 2005

Fredag

Vúff það er búið að vera svo mikið að gera í vinnunni þessa vikuna aðalega vegna þess að ég var á þessu námskeiði og var því lengur en vanalega og átti þá alltaf eftir að skúra. En núna á ég sem sagt að vera orðinn snillingur á Operu kerfið, einmitt!!!!
Þetta er líka í fyrsta skiptið frá því að ég byrjaði í skóla, að mig minnir, að ég hef verið kölluð valdræða nemandinn í bekknum (fyrir utan eitt skipti í tíma hjá henni Ástu eðlisfræði kennara í MS en þá vorum við bara aðeins að tala). En ég held að í þetta skiptið hafi það bara verið gert í gríni, eða ég held það að minnsta kosti :s

Ég og Hildur systir fórum í gær á veitingarstað og fengum okkur að borða. Pöntuðum okkur voða góða pítu og þegar ég var svona að verða hálfnuð með mína, haldið þið að ég hafi ekki fundið hár í brauðinu. Ooojjjjjjj það var ógeðslegt, þannig að ég fór og fékk nýja, ákvað að hætta á það þar sem ég var að deyja úr hungri. En svo í morgun þegar ég var að borða morgunmatinn fór ég að tala um þetta og þá missti ég eiginlega matalistina, mjög skrýtið, ég hef þá verið svona viðbjóðslega svöng í gær að ég kippti mér ekkert svo upp við þetta. Ekki líkt mér. En ég ætla ekki að segja hvaða matsölustaður þetta var svo að ég eyðileggi ekki eitthvað fyrir öðrum.

Og þar sem það er föstudagur þá var hlustað á þáttinn í vinnunni. Frekar fyndið það er einhver hefð hjá þeim í vinnunni að hlusta á einn þátt sem er alltaf á Rás 1 klukkan 9.00 á föstudögum. Þetta er svo gamaldags þáttur að hálfa væri nóg, ég veit ekki hvað hann heitir en hann er alltaf kallaður Þátturinn í vinnunni, kannski heitir hann það bara. En já þá er kona sem talar eins og hún sé að lesa allt upp af blaði t.d. kemur; Guðmundur á Gnúpi í Seiðisfjarðarhreppi vill kasta kveðju á starfsmenn sláturhúsins og sendir hann lagið Sjóferðin með þessari kveðju. Þetta er allt í þessum dúr og er mjög svo fyndið.

Ég segi annars bara; góða helgi ;)

5 Comments:

At 8:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ojjj jakkk...ógeðslegt að hár í mat. fæ bara "klíju"..Jæja ætla að fara að tékka hvernig þessi nýji djúpu laugar þáttur er!!:)

 
At 8:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vúpps,,,gleymdi smáá!! Heyrumst Herdís;)

 
At 11:48 e.h., Blogger Berglind said...

Úff já ég var að horfa á Djúp og já mér finnst þetta alltaf eins, og alltaf jafn hallærislegt. En samt horfi ég á þetta ;)

 
At 11:24 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér fannst djúpa vond, mun verri en manni minnti :S. Gefum þeim samt séns kannski verður þetta skrárra á næsta fös...

Berglind

 
At 4:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já sammála, mér fannst þetta ekkert spes. Herdís

 

Skrifa ummæli

<< Home