Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, mars 11, 2005

Föstudagur eða Idoldagur

Strax kominn föstudagur og ekki finnst mér það neitt slæmt verð ég að segja og búið að vera frábært veður í dag. Þar sem ég sit í vinnunni sé ég allar flugvélarnar fara í loftið og það er búið að vera mikið af því í dag enda frábær dagur.

Svo er það Idolið í kvöld, verð að finna mér samanstað þar sem stöð 2 tók talið af um daginn, DÓNAR!!!! Ég ætlaði meira að segja að kjósa, ég læt það oftast vera en ég vil að Hildur vinni og þá verður maður nú að kjósa.

Svo tók ég eitt próf (reyndar tvö en ég get held ég ekki sett hitt inn á síðuna. En það var sem sagt próf um það hver ég væri af konunum í Desperet housewives, ég var sem sagt Susan) já hér kemur svo hitt. Gat víst ekki pastað því þannig.... Þetta var sem sagt próf um það hvort kynið heilinn manns er eða eitthvað svoleiðis!!! Minn var sem sagt:

Your Brain is 66.67% Female, 33.33% Male
Your brain leans female

You think with your heart, not your head
Sweet and considerate, you are a giver
But you're tough enough not to let anyone take advantage of you!

What'>http://www.blogthings.com/genderbrainquiz/">What Gender Is Your Brain

En annars er þetta góður þáttur sem er verið að sýna á Stöð eitt meira að segja. Loksins get ég horf á eitthvað þar.

En góða helgi.

4 Comments:

At 2:47 e.h., Blogger eyglo said...

Hey ég var líka Susan... er það gott eða vont? Hef aldrei séð þennan þátt híhí En svo er heilinn minn aðeins meira female en þinn ;)

 
At 5:01 e.h., Blogger Berglind said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 5:02 e.h., Blogger Berglind said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 10:20 f.h., Blogger Berglind said...

Ohh dem ég þarf greinilega að fara að vera meiri dama. Trúi ekki að þú sért meira female en ég, hehe.
Annars held ég bara að það sé alveg ágætt að vera Susan ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home