Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, mars 29, 2005

Fríið búið

Þá er maður komin aftur í sína nokkuð vanaföstu rútínu. Fríið var frábært, og já Ása ég hafði það svo gott svona án alls samviskubits. Eina samviskubitið sem ég var kannski með var það að ég át kannski aðeins of mikið að sætindum og er ekki ennþá búin með páskaeggið mitt.

Já ég fór sem sagt í fermingaveislu á fimmtudaginn og þar át maður yfir sig, fór svo í bíó og hélt áfram að éta. Er ekki alveg eðlileg en ég verð bara að borða eitthvað þegar ég er í bíói :)

Föstudagurinn langi. Hann var já frekar langur og gerði ég lítið annað en að horfa á sjónvarpið. Og þar á meðal sá ég fyrstu 4 þættina af the O.C. Mikil gleði.

Á laugardaginn gerði ég mest lítið, nema að ég eyðilagði fríið mitt smá með því að fara að skúra, nennti ekki á miðvikudeginum, hafði líka étið yfir mig og þá hefði ég líka misst af ANTM og það má sko ekki gerast ;) Um kvöldið fór ég svo til Berglindar Báru í heimsókn. Við ásamt Helgu kíktum svo í bæinn og settumst inná Ara í Ögri. Eftir smá setu þar fáum við bara glerbrotarigningu yfir okkur, því að einhver mjög “edrú” gaur ákvað að henda glasi í gluggann!!!

Á sunnudaginn fór ég ásamt mömmu, pabba og Hildi upp í Sogið og fórum við í golf. Verð að viðurkenna það að golf er ekki mín sterkasta grein. En þetta kemur vonandi einhvern tímann, því að ég hyggst ætla að fara nokkrum sinnum í sumar og spila golf. Ég gerði víst allt vitlaust, ég var ekki með rassinn út og ég beygði mig ekki í hnjánum og ég beygði úlnliðinn alltaf en átti víst ekkert að vera að beygja hann. Svo ákvað ég nú að prófa að slá bara með annari hendi og það fór ekki betur en svo að ég skaut í pabba. Úppps!! En hann slapp alveg ómeiddur og þetta kennir honum það bara að maður á ekki að fara á undan þeim sem er að slá ;)
En ef einhverjir vilja koma með mér í golf í sumar eru þeir velkomnir, einu skilyrðin eru þó að þeir mega ekki vera alltof góðir, til í að fara brautina á svolítið mörgum höggum og taka þessu ekkert of alvarlega.
Um kvöldið þá fór ég og Hildur á djammið með byttunum Ragnheiði og Ernu. Hildur var að vísu bara á bíl, mjög gott fyrir mig. En við fórum á Hverfis eftir langa fjarveru mína þar. Þar var feiki mikið stuð. Og áður en við fórum heim þá komum við við á þessu góða pizzastað og fengum okkur að borða.

Á mánudaginn fór ég svo með systrum mínum og litlu frænku í fjöruna úti á Gróttu. Frekar kalt en gaman að fara eitthvað svona. Enda þegar ég kom svo heim um kvöldið þá var ég alveg dösuð og þreytt því að það er greinilegt að ég er ekki vön því að anda svona miklu fríksu lofti að mér tvo daga í röð.

Í morgun vaknaði maður svo frekar þreyttur og ekki tilbúin að mæta í vinnuna. En þessi vinnuvika er bara fjórir dagar þannig að það sleppur ;)

Annars var ég að setja inn nokkrar myndir frá því úr afmælinu hennar Örnu, útskriftinni hans Gunnars Geirs og þegar Auður kom í heimsókn frá Þýskalandi.

En þangað til næst,
Adios!!

3 Comments:

At 12:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er pabbi ok held ekki hann er enn að jafna sig eftir að kúlunni var grítt harkalega í manninn hann má vera heppin að hann hafi ekki misst auga eða eitthvað!!! ;)
EN vil ég svo benda fólki á að kíkja endilega á myndirnar á heimasíðu minni allaveganna eftir tvo daga þegar ég verð búin að setja inn nokkrar myndir af Bh þar sem að hún var að reyna fyrir sér fyrirsætuhæileika sína samkvæmt ANTM.

 
At 4:47 e.h., Blogger Berglind said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 12:32 e.h., Blogger Berglind said...

Haha ertu eitthvað vangefin??
Ef þú setur einhverjar asnalegar myndir af mér þá finn ég einhverjar á þig. Bíddu bara, múhahahahhaha.

 

Skrifa ummæli

<< Home