Hér bloggar Berglind of Wales

föstudagur, janúar 07, 2005

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár. Betra seint en aldrei er það ekki?? Jamm ástæðan fyrir engu bloggi eru endurtektarpróf. Love it!! Nei þannig að þetta voru sko ekki bestu jól sem ég hef upplifað en það varð bara að hafa það.

Sem sagt lítið búið að gerast hjá mér þessa dagana.
En í kvöld er það annað hvort sumarbústaður eða bleikusokkaþema afmæli hjá henni Ásu. Því að hún Ása á afmæli í dag. 24 ára. Til hamingju með daginn Ása mín.

Alltaf er þetta þannig að það er eitthvað tvennt að gerast þegar maður gerir loksins eitthvað. Ööösss. En já þá er það spurning hvort að maður fara ekki bara í sumarbústaðinn á morgun og í afmælið í kvöld. Verð að melta þetta aðeins betur.

Jæja ætla að fara að leggjast undir feld.

3 Comments:

At 1:24 e.h., Blogger Snjólaug said...

ég mæli með því að þú komir í afmælið í kvöld og farir svo í bústaðinn á morgun það er miklu skemmtilera :)

 
At 6:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hvernig gekk í prófunum?? Kv. Hildur P

 
At 12:55 e.h., Blogger Berglind said...

Er ekki komin með allar einkunnir. Er að bíða eftir einni. Hún kemur víst ekki fyrr en á morgun :( Þannig að ég verð að vera með hnút í maganum einn dag til viðbótar.

 

Skrifa ummæli

<< Home