Hér bloggar Berglind of Wales

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Gleði, gleði, gleði

Jamm ég get ekki sagt annað en að ég sé mjög ánægð núna. Var loksins að fá úr seinasta endurtektarprófinu í dag og voru niðurstöðurnar úr prófunum mjög jákvæðar. Ég er sem sagt að fara að útskrifast. Var alveg búin að undirbúa mig undir það að ég væri ekki að fara að útskrifast en sem betur fer fór ekki svo. En þá er ekki meiri skóli fyrir mig í bili. En þá tekur alvaran við, þarf að fara að leita mér að vinnu.

Gleði, gleði

7 Comments:

At 8:02 e.h., Blogger Snjólaug said...

hey hvað sagði ég við þig???...mar tapar aldrei á því að reyna og þú tapaðir nú heldur betur ekki núna...innilega til hamingju...bíð spennt eftir boðinu í útskriftarveisluna :)

 
At 8:41 f.h., Blogger eyglo said...

Til hamingju, þú ert snillingur! :) Vonandi finnum við báðar vinnu við eitthvað skemmtilegt ;) Sjáumst í útskriftinni

 
At 10:39 f.h., Blogger Berglind said...

Takk, takk.
Já Snjólaug ég tapaði sko ekki á því að reyna að minnsta kosti í þetta skiptið. Boðskortið er bara handan við hornið ;)
Já Eygló ég vona að maður fái nú einhverja skemmtilega vinnu. Jamm hittumst í útskriftinni sætar og fínar :D

 
At 3:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Innilega til hamingju með þetta stóra frænka ;* Rosa flott hjá þér :) Ég rétt næ vonandi útskriftinni áður en að ég er flogin af landi brott ;þ
Auður Dögg

 
At 4:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til lukku með þetta. Algjör snillingur :) Kv. Hildur P

 
At 12:16 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

borgar sig að taka vel á því. Til lukku og hafðu nú eitthvað almennilegt að borða í veislunni
atli

 
At 9:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju skvís :)

Kristín

 

Skrifa ummæli

<< Home