Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, desember 07, 2004

Held að ég sé að verða blind!!!!!

Já hún Hildur systir á afmæli í dag. Orðin 25 ára gömul. Til hamingju með daginn Hildur mín. Ég fann ekki betri mynd af þér en þessi er fín.

Hildur
Posted by Hello

Annars er ekkert gott að frétta af mér og mínu vinstra auga (snökt, snökt). Fór til augnlæknisins núna rétt áðan í von um að hún gæti sagt mér hver sjónin mín væri og að sýkingin í auganu á mér væri farin. En neibb svo varð ekki. Ég er sem sagt MJÖG fúl núna. Er búin að setja samviskusamlega dropa í vinstra augað á mér 3 sinnum á dag og eitthvað helv... smyrsl á kvöldin í 3 vikur, en sýkingin er aðeins búin að minnka en ég þarf að halda áfram allavega í 2 vikur í viðbót því að þá ætlar hún að dæma sjónina í mér. Það var nebla þannig að þegar ég fór til hennar seinast þá hafði sjónin mín versnað úr -3,25 í -3,75 á vinstra auga sem er svo sem ekkert sérlega slæmt en samt nógu slæmt og þetta var sko 16. nóvember á þessu ári. Og svo áðan þegar ég fór og hún mældi mig þá var sjónin komin í -4,25. sem sagt búin að versna um -0,5 á 2 vikum!!!! Aahhhhhhhhh ég er að verða blind!! Er engan vegin sátt. En hún vildi samt ekki sætta sig við þetta og heldur að þetta geti stafað út af sýkingunni og því á ég að mæta eftir 2 vikur aftur, það er bara spurning hvort að ég verði ekki bara komin upp í -5 eða eitthvað. Össssss. Svo er ég orðin svo pirruð á því að þurfa alltaf að vera með þessi gleraugu mín að það hálfa væri nóg, og ég að fara að skemmta mér á föstudaginn og tými ekki að fara með gleraugun á mér. Augnlæknirinn stakk bara upp á því að ég myndi bara setja linsu í hægra augað. Það er spurning, þá mun ég bara ekkert sjá þá sem standa vinstra megin við mig :)

Jæja ætla að fara að halda áfram að læra undir seinasta prófið sem er á föstudaginn.

Ein pirruð og blind!!!

4 Comments:

At 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með systu í gær Blindling :Þ

 
At 9:41 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með systu í gær Blindlind :Þ

 
At 6:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Haha,viltu fá mína sjón??? Er með 5,75 á hægra og 6,25 á vinstra auga.... Gaman gaman. Kv. Hildur P

 
At 12:29 e.h., Blogger Berglind said...

Ég veit að maður á ekki að vera að kvarta þegar það eru fullt, fullt af fólki með verri sjón en ég. En ég er samt pirruð :)

 

Skrifa ummæli

<< Home