Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, desember 14, 2004

Haldið þið að það sé!!

Ööösss ég sat fyrir framan tölvuna áðan og svo sé ég allt í einu það glampar eitthvað svakalega hérna úti og ég kíki út. Haldið þið að það standi ekki maður fyrir utan húsið og er að taka mynd!! Þannig að ég fór og opnaði út, þá var hann víst að taka mynd fyrir karlinn sem býr hliðina á okkur. Hann er sko að selja og er búin að vera með svolítið lengi á sölu. En allavega, karlinn spyr mig hvort að ég sé leigandi ( því það er verið að leigja húsið hliðina á okkur) ég sagði bara nei og að við væru ekki að selja heldur maðurinn við hliðina á okkur. Þá sagði hann; já það er bara alltaf tekin mynd af þessari hlið. Skil ekki alveg því að garðurinn okkar er allt öðruvísi en hjá hinum. Usss, puss. Hann sagði að ég gæti alveg verið róleg því að það væri ekkert verið að fara að selja húsið okkar!! Ég var líka alveg rólega og veit að við erum ekkert að fara að selja en fannst bara skrítið að hann skuli taka mynd af okkar hús!!


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home