Hér bloggar Berglind of Wales

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Mér líkar ekki allur þessi snjór. Þetta var fínt eins og það var í morgun þegar ég fór í skólann en er ekki fínt eins og það var þegar ég lagði af stað heim úr skólanum í kvöld. Það var bara komið skafl ofan á litla sæta bílinn minn og ég ekki klædd til þess að fara að klífa snjó. Ööössss. Svo finnst mér heldur ekki gaman að þurfa að keyra í þessu, hjartað er í maganum á mér allan tímann sem ég er í umferðinni.

Hver bað eiginlega um þetta??? Og hver stendur fyrir þessu???

2 Comments:

At 12:46 f.h., Blogger Sigurveig said...

Ég skal alveg taka þetta á mig...sko snjóinn. Vá hvað ég var ánægð að sjá þennan snjó kyngja niður í allan dag:o) JIBBÍ SKIBBÍ...
Rosalega er síðan þín annars orðin flott...

 
At 8:29 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svo mikið veit ég að ég bað ekki um þetta og stend síður en svo fyrir þessu :/
Berglind

 

Skrifa ummæli

<< Home