Hér bloggar Berglind of Wales

mánudagur, nóvember 22, 2004

Á ljótunni!!!!

Já það er spurning hvort að maður sé á ljótunni eða hvað, ööössss. Ekki nóg með það að ég sé með einhverja sýkingu í vinstra auganu þá breytist ég í fílamanninn í gærkvöldi. Jii það var hræðilegt, var bara að horfa á sjónvarpið í sakleysi mínu og fer svo að tannbursta mig og þá bara; Ohhh ekki falleg sjón, ég var öll bólgin í framan og með rauða upphleypta flekki (á svæðinu í kringum kinnarnar og á kinnunum). Veit ekki afhverju þetta kom en ég hugsa að það hafi verið út af frostinu sem var reyndar ekki mikið enn.......þannig að maður á ekki að vera góður. Ég fór nebla með Heiðu Björg frænku upp í skíðabrekku í smá stund. Það er það eina sem mér datt í hug að gæti verið. Ég hringdi í einhverja hjúkrunavakt og hún sagði mér bara að ég ætti að fylgjast með þessu eða fara niður á bráðamóttöku. Tjaa ég nennti ekki að fara eitthvað að vakna um miðja nótt til að pæla í þessu þannig að ég fór bara að sofa og þegar ég vaknaði þá var þetta að mestu farið. En mamma kom samt með mjög uppörvandi komment þegar hún sá þetta; þetta gæti verið bráðaofnæmi!!!! Mér fannst ekki gaman að heyra þetta því að ég var að fara að sofa, hehehe samt fyndið.

Var að pæla að setja inn mynd af útlitinu á mér í gær en þar sem ég var mjög lík fílamanninu, sem ég þorði aldrei að sjá í bók þegar ég var lítil, þá ákvað ég að sleppa því. Ekki fyrir viðkvæma ;)

5 Comments:

At 10:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vil endilega sjá...
Berglind Bára

 
At 11:06 f.h., Blogger Berglind said...

Nei, nei ég myndi bara kíkja á fílamanninn ;)

 
At 9:23 f.h., Blogger Snjólaug said...

Flott nýja lúkkið á síðunni þinni, bleikt og fínt...það er ekki gaman þegar maaður fær e-h svona í andlitið maður verður svo hryllilega ljótur....gangi þér vel í prófunum :)

 
At 11:51 f.h., Blogger Berglind said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 11:53 f.h., Blogger Berglind said...

Já takk fyrir það. Gaman að breyta til, ekki veitti af!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home