Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Ég hef góða afsökun fyrir því afhverju ég er svona lélega að blogga þessa dagana. Lokaverkefnið mitt á hug minn allann. Það er lítið annað sem maður gerir en að sitja fyrir framan tölvuna og búa til gröf og svoleiðis. En samt leifið ég mér að hitta stelpurnar á föstudaginn og við fengum okkur pizzu og horfðum á Idol.

Svo í gær þá reyndi ég að gera eitthvað í lokaverkefninu og svo fór ég í 60 ára afmæli til hans Grétars. Þar var heljarinnar veisla og fullt gott að borða, ummm :)

Núna þarf ég að halda áfram að læra, en ég er samt að deyja úr öfund því að á meðan ég er að gera þetta lokaverkefni þá er Hildur systir úti í Boston að skemmta sér. Væri sko alveg til í að skipta við hana núna, en nei ég verð bara að halda áfram með þetta dót.

Adios.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home