Hér bloggar Berglind of Wales

laugardagur, nóvember 20, 2004

Bridget Jones

Fór á Bridget Jones í gær, og hún stendur sko fyrir sínu. Fannst hún mjög svo skemmtileg.
Svo vaknaði ég klukkan 8 í morgun til þess að fara að skúra því að ég nennti ekki að fara í gær. Vaknaði bara svona snemma því að átti að vera mætt upp í skóla klukkan 10 en það breytist svo eitthvað. Er bara búin að vera heima í allan dag að reyna að koma skipulagi á námsefnið sem er til prófs.

En er að pæla að fara að horfa á Annie, munaðarleysingjann Annie, Hildur keypti hana í Boston. Miklir fagnaðarfundir voru þegar ég sá að hún hafi fundið hana úti. Búin að vera að leita eftir henni hérna í nokkur ár en hún virðist bara ekki vera til hér á landi.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home