Hér bloggar Berglind of Wales

sunnudagur, september 14, 2003

Ég er ekki búin að gera neitt þessa helgi bara búin að vera heim og hanga. Er alltaf á leiðinni í bíó bæði á föst og laug en það varð einhvern veginn aldrei neitt úr því. Mig langði svo að sjá myndir á þessum Breskudögum en þeir verða sem sagt búnir í dag og mig langði bara að sjá 3 myndir. Sé ekki fram á það að ég nái að sjá þær allar.

Já ég fór til augnlæknis á fimmtudaginn og núna get ég farið að hætta að gretta mig í framan þegar ég reyni að sjá eitthvað sem er í fjarðlægð. Frábært!!! En það versta var að ég er komin með frekar slæma sjón, hún er búin að versana um mínus 1,25 á báðum augum síðan ég fór til augnlæknis síðast. Ekkki gott mál og enginn furða að ég hafi ekki séð neitt. En mig böskraði ekkert smá þegar ég sá hvað það kostar að fá ný gler í gleraugun, var ekki alveg að trúa því sem að konan sagði. Ég fer á hausinn!!! En svo komst ég að því að fólkið í versluninni sem ég keypti gleraugun mín fyrir um 3 árum síðan var að ljúga að mér, þau sögðu að það væri ekki hægt að gera glerin þynnri því að þetta væri plast og bla, bla, bla en konan í gleraugnabúðinn í Mjóddinni sagði að það væri ekkert mál og henni fyndist það skrýtið hvað glerin væru þykk. Takk fyrir leiðindar gleraugnarbúð ég er búin að líða mikið fyrir það að vera með þetta þykka gler í gleraugunum mínum. Allt ykkur að kenna :)

Reyndar fór ég í klippingu og litun á föstudaginn og sagði að ég vildi ekki hafa það of dökkt og ekki of ljóst, ég er sko ekki erfiður viðskipavinur, nei. En það reddaðist á endanum en er með heldur dökkt hár núna.

Jæja það er spurning hvort að maður fari ekki að horfa á nágranna því að ég er búin að missa af þeim alla vikuna og núna get ég séð alveg 5 þætti í einu. Svo þarf ég bara að vera duglega að læra í dag og þá get ég farið í bíó í kvöld!!!!!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home