Hér bloggar Berglind of Wales

fimmtudagur, ágúst 21, 2003

Þá er það komið á hreint við erum ekki að fara til Eyja. Það var ekki nógu mikill mannskapur sem gat farið. En mér fannst það frekar pirrandi þó að ég verði að viðurkenna að ég var ekkert alltof spent að fara þá er það mjög pirrandi að vera búin að ráðstafa þvílíku til að komast og svo er bara ekkert farið!!!! Púfff, en svo er lífið!!!
Svo er hún Andrea í handboltanum líka að fara að gifta sig á laugardaginn, hún er bara að verða FRÚ, það er frekar skrýtið, Frú Andrea. Heheheheh!!!!
Jæja svo var sennilega seinasti dagurinn í vinnunni í dag. En ég er ekki viss um að ég fari á mánudaginn því að þá byrjar skólinn, gaman, gaman!!!!! En mér finnst ég verða að fara uppeftir til að taka betur til og ganga frá og svoleiðis skemmtilegt. Og það var að ég held í fyrsta skiptið í dag sem að ég sofnaði ekki í rútunni á leiðinni heim. Ég rotast nefninlega alltaf. Maður varð að tala við fólkið því að ég á ekki eftir að sjá það í svo langan tíma!!!!

En ég var að taka eitt próf sem að Hrönnsla var með á sinni síðu. Varð að setja það inn hér því að það virkaði ekki á síðunni og ég gat ekki séð hvað ég var, þannig......

HASH(0x87bfe40)
Seer


The ULTIMATE personality test
brought to you by Quizilla

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home